Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í boccia fór fram í Síkinu á Sauðárkróki helgina 20.-22. október. Sigurjón Sigtrygsson frá Snerpu kom sá og sigraði og fagnaði Íslandsmeistaratitli í 1. deild í fyrsta sinn. Líkast til er um að ræða fyrsta Íslandsmeistaratitil Snerpu í einliðaleik í boccia en sú fullyrðing bíður nánari staðfestingar.
Sigurjón hafði betur eftir góðan úrslitaleik gegn Guðrúnu Ólafsdóttur frá Firði en þetta er í annað sinn sem þau leika til úrslita um titilinn en árið 2019 mættust þau á Ísafirði þar sem Guðrún hafði betur.
Þá varð Þórey Rut Jóhannesdóttir frá Ösp Íslandsmeistari í rennuflokki og Ingi Björn Þorsteinsson varð Íslandsmeistari í flokki BC 1-5. Til hamingju Íslandsmeistarar helgarinnar en hér að neðan má sjá heildarúrslit mótsins.
1. deild
1. sæti: Sigurjón Sigtryggsson, Snerpu
2. sæti: Guðrún Ólafsdóttir, Fjörður
3. sæti: Hjalti Bergmann Eiðsson, ÍFR
2. deild
1. sæti: Kristín Andrea Sæby Friðriksdóttir, ÍFR
2. sæti: Ylfa Óladóttir, Ægir
3. Sæti: Aron Fannar Skarphéðinsson, Völsungi
3. deild
1. sæti: Sunna Jónsdóttir, Eik
2. sæti: Telma Þöll Þorbjörnsdóttir, Suðra
3. sæti: Anton Orri Hjaltalín, Eik
4. deild
1. sæti: Héðinn Jónsson, Eik
2. sæti: Helgi Sæmundsson, Nes
3. sæti: Arnar Bogi Andersen, Ægir
5. deild
1. sæti: Ína Owen Valsdóttir, Suðra
2. sæti: Ívar Gunnrúnarson, Nes
3. sæti: Kamma Viðarsdóttir, Gný
6. deild
1. sæti: Kristófer Fannar Sigmarsson, Eik
2. sæti: Sindri Gauksson, Völsungi
3. Sæti: Málfríður A Kristinsdóttir, Ösp
Rennuflokkur
1. sæti: Þórey Rut Jóhannesdóttir, Ösp
2. sæti: Ástvaldur Ragnar Bjarnason, Nes
3. sæti: Kristján Vignir Hjálmarsson, Ösp
BC 1 til 5
1. sæti: Ingi Björn Þorsteinsson, ÍFR
2. sæti: Aðalheiður Bára Steinsdóttir, Grósku
3. sæti: Hjörleifur Smári Ólafsson, ÍFR
Mynd/ Jón Björn – Frá vinstri eru Guðrún Ólafsdóttir Firði, Sigurjón Sigtryggsson Snerpu og Hjalti Bergmann Eiðsson ÍFR.