Heim 2. tbl 2023 Sigurjón Íslandsmeistari í 1. deild

Sigurjón Íslandsmeistari í 1. deild

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Sigurjón Íslandsmeistari í 1. deild
0
1,384

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í boccia fór fram í Síkinu á Sauðárkróki helgina 20.-22. október. Sigurjón Sigtrygsson frá Snerpu kom sá og sigraði og fagnaði Íslandsmeistaratitli í 1. deild í fyrsta sinn. Líkast til er um að ræða fyrsta Íslandsmeistaratitil Snerpu í einliðaleik í boccia en sú fullyrðing bíður nánari staðfestingar.

Sigurjón hafði betur eftir góðan úrslitaleik gegn Guðrúnu Ólafsdóttur frá Firði en þetta er í annað sinn sem þau leika til úrslita um titilinn en árið 2019 mættust þau á Ísafirði þar sem Guðrún hafði betur.

Þá varð Þórey Rut Jóhannesdóttir frá Ösp Íslandsmeistari í rennuflokki og Ingi Björn Þorsteinsson varð Íslandsmeistari í flokki BC 1-5. Til hamingju Íslandsmeistarar helgarinnar en hér að neðan má sjá heildarúrslit mótsins.

1.  deild

1. sæti: Sigurjón Sigtryggsson, Snerpu

2. sæti: Guðrún Ólafsdóttir, Fjörður

3. sæti: Hjalti Bergmann Eiðsson, ÍFR

2.  deild

1. sæti: Kristín Andrea Sæby Friðriksdóttir, ÍFR

2. sæti: Ylfa Óladóttir, Ægir

3. Sæti: Aron Fannar Skarphéðinsson, Völsungi

3.  deild

1. sæti: Sunna Jónsdóttir, Eik

2. sæti: Telma Þöll Þorbjörnsdóttir, Suðra

3. sæti: Anton Orri Hjaltalín, Eik

4.  deild

1. sæti: Héðinn Jónsson, Eik

2. sæti: Helgi Sæmundsson, Nes

3. sæti: Arnar Bogi Andersen, Ægir

5.  deild

1. sæti: Ína Owen Valsdóttir, Suðra

2. sæti: Ívar Gunnrúnarson, Nes

3. sæti: Kamma Viðarsdóttir, Gný

6.  deild

1. sæti: Kristófer Fannar Sigmarsson, Eik

2. sæti: Sindri Gauksson, Völsungi

3. Sæti: Málfríður A Kristinsdóttir, Ösp

Rennuflokkur

1. sæti: Þórey Rut Jóhannesdóttir, Ösp

2. sæti: Ástvaldur Ragnar Bjarnason, Nes

3. sæti: Kristján Vignir Hjálmarsson, Ösp

BC 1 til 5

1. sæti: Ingi Björn Þorsteinsson, ÍFR

2. sæti: Aðalheiður Bára Steinsdóttir, Grósku

3. sæti: Hjörleifur Smári Ólafsson, ÍFR

Mynd/ Jón Björn – Frá vinstri eru Guðrún Ólafsdóttir Firði, Sigurjón Sigtryggsson Snerpu og Hjalti Bergmann Eiðsson ÍFR.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síða…