Heim 2. tbl 2023 Íslandsmótið í boccia sett í Síkinu

Íslandsmótið í boccia sett í Síkinu

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Íslandsmótið í boccia sett í Síkinu
0
780

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í einliða leik í boccia var sett í Síkinu á Sauðárkróki í morgun. Um 200 keppendur eru mættir til leiks á Sauðárkróki en það er Íþróttafélagið Gróska sem er framkvæmdaraðili mótsins.

Eins og öllum góðum mótum sæmir þá eru þau hvorki fugl né fiskur án öflugra sjálfboðaliða en félagar í Kiwanisklúbbnum Drangey eru margir hverjir mættir við dómgæslu og ritarastörf ásamt fleiri aðilum í Skagafirði til þess að tryggja góða umgjörð við mótið.

Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar bauð gesti velkomna við setningarathöfn mótsins í morgun. Sagði hann ómetanlegt að hafa á að skipa öflugum félögum á borð við Grósku innan íþróttahreyfingarinnar og bætti við að starfsemi félagsins styðji afar vel við verkefnið Heilsueflandi samfélag sem Skagafjörður tekur þátt í. Í því verkefni sé unnið markvisst að því með heildrænni nálgun að bæta heilsu, líðan, lífsgæði og færni fólks á öllum æviskeiðum.

Það var svo Linda Kristinsdóttir stjórnarkona hjá Íþróttasambandi fatlaðra sem setti mótið.

Í dag laugardag og á morgun sunnudag verður keppt til úrslita í deildum, rennuflokki og flokki BC 1-4 og því þrír Íslandsmeistarar krýndir um helgina. Lokahóf mótsins fer svo fram í Miðgarði á sunnudagskvöld og þar verður fátt annað en fjör fram eftir kvöldi.

Myndir/ JBÓ – Frá setningu mótsins í morgun. Á efstu mynd eru þau Sigfús Ingi sveitarstjóri og Linda stjórnarkona hjá ÍF.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…