
Vetrarheimsleikar Special Olympics fara fram fjórða hvert ár. Nú er komið að næstu heimsleikum sem fara fram í Torino, Ítalíu 8. – 15. mars 2025. Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi senda fimm keppendur til þátttöku í þremur greinum, listhlaupi á skautum, dansi og alpagreinum. Ísland hefur átt keppendur í listhlaupi á skautum frá leikunum 2005 en þetta verður í fyrsta skipti sem Ísland á keppendur í dansi og á skíðum. Kvóti Íslands á gönguskíðum verður nýttur af keppendum frá Grænlandi og þetta verður í fyrsta skipti sem Grænland á fulltrúa á heimsleikum Special Olympics.
Opnunarhátíð verður 8. mars í Torino og þá taka við æfinga og keppnisdagar. Áður en formleg keppni hefst er farið í gegnum ákveðið ferli þar sem raðað er í keppnisflokka út frá styrkleikastigi. Allir keppa því við jafningja, jafnt byrjendur sem lengra komnir og það einkennir leika Special Olympics. Lokahátíð fer fram 15. mars í Torino og Sestriere. Skautagreinar verða í Torino, dans og snjóbrettakeppni í Bardonecchia, alpagreinar og snjóþrúguhlaup í Sestriere og skíðaganga í Pragelato. Keppendur gista þar sem keppni fer fram og íslenski hópurinn dreifist því á þrjá keppnisstaði.
Listhlaup á skautum
Bjarki Rúnar Steinarsson og Védís Harðardóttir skautadeild Aspar
Þjálfarar; Hanna Rún Ragnarsdóttir og Andri Magnússon
Unified dans
Þórdís Erlingsdóttir og Ingólfur Bjartur Magnússon dansfélaginu Hvönn
Þjálfarar; Tinna Karen Guðbjartsdóttir og Hjördís Hjörleifsdóttir
Skíði
Victoria Ósk Guðmundsdóttir
Þjálfarar; Lilja Sólrún Guðmundsdóttir og Elsa Björk Skúladóttir
Fararstjórar; Karen Ásta Friðjónsdóttir og Helga Olsen
Læknir; Kristín Pálsdóttir
Glænýtt kynningarmyndband sem Magnús Orri Arnarson vann að fyrir leikana
Í tengslum við leikana verður alþjóðleg ráðstefna „Youth Summitt“ fyrir ungt fólk. Þar er unnið út frá hugmyndafræði „unified“ um samstarf fatlaðra og ófatlaðra. Allir keppendur geta tekið þátt í „Healthy Athletes“, sem er ókeypis heilsufarsskoðun sem er stýrt af alþjóðlegu teymi heilbrigðiststarfsfólks.
Alþjóðlegt lið lögreglumanna hóf kyndilhlaup um Ítalíu 27. febrúar sem lýkur með því að eldur verður tendraður á opnunarhátíð leikanna. Ísland á þar einn fulltrúa sem er Rut Sigurðardóttir, rannsóknarlögreglumaður.
Magnús Orri Arnarson sem unnið hefur að ýmsum kynningarverkefnum með Special Olympics á Íslandi og Jón Aðalsteinn Bergsveinsson kynningarfulltrúi UMFÍ skipa sérstakt „unified media“ teymi. Þeirra hlutverk verður að safna myndefni frá leikunum og aðstoða við kynningu á því sem Special Olympics samtökin standa fyrir en í raun er margt líkt þar með markmiði starfs UMFÍ.
Starf Special Olympics samtakanna gengur út á að allir fái tækifæri gegnum íþróttastarf og geti blómstrað á eigin forsendum. Áhersla er sífellt að aukast á „unified“ verkefni þar sem horft er á inngildingu á öllum sviðum.
Magnús Orri verður einnig ljósmyndari á alþjóðaráðstefnunni, Youth Summitt
Special Olympics World Games • X: @sowg_
Facebook: @SpecOlympWorldGames
Instagram: @sowg_berlin2023
Special Olympics • X: @SpecialOlympics
Facebook: @SpecialOlympics
Instagram: @SpecialOlympics
TikTok: @Special.Olympics
YouTube: @SpecialOlympicsHQ