Heim 1. tbl. 2025 Sex Íslandsmet féllu á ÍM50 um helgina

Sex Íslandsmet féllu á ÍM50 um helgina

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Sex Íslandsmet féllu á ÍM50 um helgina
0
167

Íslands- og unglingameistaramótið í 50m laug fór fram í Laugardalslaug um síðustu helgi. Mótið er haldið í samstarfi SSÍ og ÍF og var umgjörðin í öruggum og öflugum höndum alla helgina. Glæsilegt mót í alla staði.

All féllu sex ný Íslandsmet í flokkum sundmanna með fatlanir þar sem Snævar Örn Kristmannsson var í miklum ham og setti fimm ný met. Þá setti Róbert Ísak Jónsson eitt met en Róbert er einn þeirra fjögurra sundmanna sem var fulltrúi Íslands á Paralympics í París síðastliðið sumar.

Íslandsmet sem féllu við mótið:

Íslandsmót SSÍ / ÍF                      Laugardalslaug               11.-13. apríl
Snævar Örn Kristmannsson        S15        50 frjáls aðferð               0:27,34               11/04/25
Snævar Örn Kristmannsson        S15        200 flugsund                   2:24,87               12/04/25
Róbert Ísak Jónsson                     S14        50 bringusund                0:31,45               12/04/25
Snævar Örn Kristmannsson        S15        200 flugsund                   2:22,16               12/04/25
Snævar Örn Kristmannsson        S15        50 flugsund                     0:27,87               13/04/25
Snævar Örn Kristmannsson        S15        50 flugsund                     0:27,52               13/04/25

Hér má nálgast allar frekari upplýsingar eins og úrslit og fleira frá mótinu

Mynd/ JBÓ – Snævar Örn syndir í flokki S15 en það er flokkur fyrir sundfólk með einhverfu og eða námsörðugleika. Á alþjóðavettvangi er sá flokkur ekki að keppa hjá Alþjóða Ólympíuhreyfingu fatlaðra (IPC) en keppir á mótum VIRTUS sem eru heimssamtök íþróttamanna úr röðum þroskahamlaðra, einhverfra og fólks með námsörðugleika og þar er boðið upp á þrjá mismunandi keppnisflokka.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Arion og ÍF framlengja einn elsta samstarfssamning innan íslensku íþróttahreyfingarinnar

Íþróttasamband fatlaðra og Arion banki hafa framlengt samstarf sitt til næstu fjögurra ára…