
Íslands- og unglingameistaramótið í 50m laug fór fram í Laugardalslaug um síðustu helgi. Mótið er haldið í samstarfi SSÍ og ÍF og var umgjörðin í öruggum og öflugum höndum alla helgina. Glæsilegt mót í alla staði.
All féllu sex ný Íslandsmet í flokkum sundmanna með fatlanir þar sem Snævar Örn Kristmannsson var í miklum ham og setti fimm ný met. Þá setti Róbert Ísak Jónsson eitt met en Róbert er einn þeirra fjögurra sundmanna sem var fulltrúi Íslands á Paralympics í París síðastliðið sumar.
Íslandsmet sem féllu við mótið:
Íslandsmót SSÍ / ÍF Laugardalslaug 11.-13. apríl
Snævar Örn Kristmannsson S15 50 frjáls aðferð 0:27,34 11/04/25
Snævar Örn Kristmannsson S15 200 flugsund 2:24,87 12/04/25
Róbert Ísak Jónsson S14 50 bringusund 0:31,45 12/04/25
Snævar Örn Kristmannsson S15 200 flugsund 2:22,16 12/04/25
Snævar Örn Kristmannsson S15 50 flugsund 0:27,87 13/04/25
Snævar Örn Kristmannsson S15 50 flugsund 0:27,52 13/04/25
Hér má nálgast allar frekari upplýsingar eins og úrslit og fleira frá mótinu
Mynd/ JBÓ – Snævar Örn syndir í flokki S15 en það er flokkur fyrir sundfólk með einhverfu og eða námsörðugleika. Á alþjóðavettvangi er sá flokkur ekki að keppa hjá Alþjóða Ólympíuhreyfingu fatlaðra (IPC) en keppir á mótum VIRTUS sem eru heimssamtök íþróttamanna úr röðum þroskahamlaðra, einhverfra og fólks með námsörðugleika og þar er boðið upp á þrjá mismunandi keppnisflokka.