Nýárssundmót ÍF 2025 er með breyttu sniði árið 2025 og öllum boðin þátttaka óháð aldri. Keppt verður í hópi 17 ára og yngri en 18 ára og eldri er einnig boðin þátttaka í mótinu. Keppt verður í Laugardalslaug þar sem upphitun hefst kl. 14.00 og keppni kl. 15.00.
Keppt er í eftirtöldum greinum:
50 m baksund 50 m bringusund
50 m flugsund 50 m frjáls aðferð
25 m frjáls aðferð*
*25 m frjáls aðferð er fyrir byrjendur þar eru hjálpartæki leyfð, þ.e. armkútar, sundfit o.s.frv. Einungis þeir sem ekki keppa í öðrum greinum mótsins hafa rétt til þátttöku.
Dagskrá mótsins er eftirfarandi:
1. grein 50 m baksund kk 2. grein 50 m baksund kvk
3. grein 50 m bringusund kk 4. grein 50 m bringusund kvk
5. grein 25 m frjáls aðferð kk 6. grein 25 m frjáls aðferð kvk
7. grein 50 m frjáls aðferð kk 8. grein 50 m frjáls aðferð kvk
9. grein 50 m flugsund kk 10. grein 50 m flugsund kvk
Verðlaun
Í mótslok fá allir þátttakendur viðurkenningu (þátttökupening).
Í 50 metra greinum eru veitt verðlaun gull, silfur og brons samkvæmt stigaútreikningi miðað við stigaformúlu ÍF í flokkum S1-S18, með tvennum hætti. Annars vegar eru veitt verðlaun í unglingaflokki (þ.e. 17 ára og yngri) fyrir fyrstu þrjú sætin í hverri grein og hins vegar eru veitt verðlaun í opnum flokki karla og kvenna fyrir fyrstu þrjú sætin í hverri grein á mótinu sem er þá fyrir 18 ára og eldri keppendur.
Sjómannabikarinn er veittur fyrir besta sundafrek mótsins hjá 17 ára og yngri keppendum samkvæmt stigaútreikningi miðað við stigaformúlu ÍF.
Skráningum skal skilað til gunnar.valur.gunnarsson@gmail.com fyrir 18. desember 2024 með cc á if@ifsport.is (Skráningargögn verða send út til aðildarfélaga innan tíðar en einnig er hægt að óska eftir þeim á if@ifsport.is )
ATH: Öllum er frjálst að skrá sig til þátttöku óháð getu eða aldri. Allir velkomnir, byrjendur jafnt sem lengra komnir.