Heim 2. TBL. 2025 Níu sundmenn taka þátt á Norðurlandamótinu um helgina

Níu sundmenn taka þátt á Norðurlandamótinu um helgina

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Níu sundmenn taka þátt á Norðurlandamótinu um helgina
0
12

Norðurlandamótið í sundi í 25m laug fer fram í Laugardalslaug um helgina og hefst strax í fyrramálið föstudaginn 28. nóvember. Sem fyrr eru Norðurlandamótin í sundi haldin sameiginlega fyrir fatlaða og ófatlaða.

Ragnar Friðbjarnarson landsliðsþjálfari ÍF í sundi hefur valið níu sundmenn til að keppa fyrir Íslands hönd á mótinu en þeir eru:

Snævar Örn Kristmannsson, Breiðablik
Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR
Sonja Sigurðardóttir, ÍFR
Róbert Ísak Jónsson, SH/Fjörður
Anna Rósa Þrastardóttir, Fjörður
Emelía Ýr Gunnarsdóttir, Fjörður
Rósa Kristín Kristmannsdóttir, Fjörður
Sigrún Kjartansdóttir, Fjörður
Guðfinnur Karlsson, Fjörður

Fyrstur á svið af íslensku keppendunum á mótinu verður sundmaðurinn Guðfinnur Karlsson þegar hann syndir í fyrstu grein mótsins á morgun í 400m skriðsundi.

Hægt er að nálgast allar nánari upplýsingar um mótið hér á heimasíðu SSÍ en þar má td nálgast beint streymi frá mótinu sem og úrslitaþjónustu í beinni. Við hvetjum alla til að gera sér ferð í Laugardalslaug um helgina og sjá bestu sundmenn Norðurlandanna etja kappi.

Mynd/ Rósa Kristín Kristmannsdóttir handhafi Sjómannabikarsins 2025 er á meðal keppenda á NM um helgina en þar er á ferðinni ung og efnileg sundkona.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Hákon lét fyrir sér finna en komst ekki upp úr riðlinum

Hákon Atli Bjarkason hefur lokið keppni á Evrópumeistaramótinu í borðtennis sem nú stendur…