Norðurlandamótið í sundi í 25m laug fer fram í Laugardalslaug um helgina og hefst strax í fyrramálið föstudaginn 28. nóvember. Sem fyrr eru Norðurlandamótin í sundi haldin sameiginlega fyrir fatlaða og ófatlaða.
Ragnar Friðbjarnarson landsliðsþjálfari ÍF í sundi hefur valið níu sundmenn til að keppa fyrir Íslands hönd á mótinu en þeir eru:
Snævar Örn Kristmannsson, Breiðablik
Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR
Sonja Sigurðardóttir, ÍFR
Róbert Ísak Jónsson, SH/Fjörður
Anna Rósa Þrastardóttir, Fjörður
Emelía Ýr Gunnarsdóttir, Fjörður
Rósa Kristín Kristmannsdóttir, Fjörður
Sigrún Kjartansdóttir, Fjörður
Guðfinnur Karlsson, Fjörður
Fyrstur á svið af íslensku keppendunum á mótinu verður sundmaðurinn Guðfinnur Karlsson þegar hann syndir í fyrstu grein mótsins á morgun í 400m skriðsundi.
Hægt er að nálgast allar nánari upplýsingar um mótið hér á heimasíðu SSÍ en þar má td nálgast beint streymi frá mótinu sem og úrslitaþjónustu í beinni. Við hvetjum alla til að gera sér ferð í Laugardalslaug um helgina og sjá bestu sundmenn Norðurlandanna etja kappi.
Mynd/ Rósa Kristín Kristmannsdóttir handhafi Sjómannabikarsins 2025 er á meðal keppenda á NM um helgina en þar er á ferðinni ung og efnileg sundkona.
