Heim 2. tbl. 2024 Mikilvægt samstarf alþjóðakraftlyftingasambandsins og alþjóðasamtaka Special Olympics

Mikilvægt samstarf alþjóðakraftlyftingasambandsins og alþjóðasamtaka Special Olympics

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Mikilvægt samstarf alþjóðakraftlyftingasambandsins og alþjóðasamtaka Special Olympics
0
386

Kraftlyftingamót Special Olympics fer fram föstudaginn 15. nóvember kl. 14.00  í tengslum við  heimsmeistaramót í kraftlyftingum sem fram fer í Ljónagryfjunni Reykjanesbæ dagana 11-16 nóvember. 

Þetta mun verða þriðja árið í röð sem Special Olympics dagur í kraftlyftingum er  haldinn samhliða þessu heimsmeistaramóti. Kraftlyftingasamband Íslands hefur unnið markvisst með Íþróttasambandi fatlaðra og Special Olympics á Íslandi að því að efla þátttöku fatlaðra í kraftlyftingum og KRAFT hefur stýrt Íslandsmótum ÍF í kraftlyftingum undanfarin ár.

20 Keppendur frá 5 löndum eru skráðir til keppni en þeir koma frá  Íslandi, Bretlandi , Rumeniu , Bandaríkjunum, Indland og Kanada. Þar sem mótið er á Íslandi gafst tækifæri til að senda fleiri keppendur á mótið en annars hefði verið og alls verða 7 íslenskir keppendur en það eru þau: 

Aníta Ósk Hrafnsdóttir keppir í -63 kg flokki en hún hefur ekki bara æft og keppt í kraftlyftingum því hún hefur einnig verið ötul keppniskona í frjálsum íþróttum og m.a. keppt í hlaupagreinum og langstökki.

Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir keppir í +84 kg flokki en hún hefur samhliða kraftlyftingum einnig æft og náð góðum árangri í kastgreinum, bæði í kúluvarpi og í sleggju- og kringlukasti.  

María Sigurjónsdóttir er keppandi í +84 kg flokki en hún keppti í kraftlyftingum á Special Olympics 2019 og 2022. Þá keppti hún líka árið 2023 á Special Olympics World Games þar sem hún vann til tvennra gull- og silfurverðlauna.

Sigríður Sigurjónsdóttir keppir í +84 kg flokki og er einnig að æfa frjálsar íþróttir samhliða kraftlyftingaiðkun þar sem hún keppir í kúluvarpi og sleggjukasti.

Guðfinnur Vilhelm Karlsson keppir í -93 kg flokki en hann hefur einnig æft sund um árabil og keppt á mörgum sundmótum á alþjóðavettvangi.

Sigurjón Ólafsson er keppandi í -93 kg og keppti á Special Olympics árið 2023 og eins á Special Olympics World Games sama ár þar sem hann stóð sig með prýði.

Emil Steinar Björnsson keppir í -120 kg flokki en hann æfir líka kastgreinar og hefur unnið til verðlauna, bæði í kúluvarpi, sleggjukasti og kringlukasti.

Að sögn Láru Bogeyjar, hjá KRAFT sem sér um skipulag stefnir allt í að þetta verði  stærsti og fjölmennasti keppnisdagur Special Olympics á þessu móti. Streymt er frá heimsmeistarammótinu sem er í fullum gangi. Hægt er að finna streymi mótsins hér. Fólk er hvatt til að koma á morgunn og veita stuðning úr áhorfendapöllunum, aðgangur er ókeypis

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ánægjuleg helgi í Íþróttahöllinni á Húsavík – Opna Húsavíkurmótið í Boccia 2025

Opna Húsavíkurmótið í Boccia sem er fastur liður í starfi Boccideildar Völsungs með góðum …