Heim 2. tbl. 2024 Mikilvægt samstarf alþjóðakraftlyftingasambandsins og alþjóðasamtaka Special Olympics

Mikilvægt samstarf alþjóðakraftlyftingasambandsins og alþjóðasamtaka Special Olympics

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Mikilvægt samstarf alþjóðakraftlyftingasambandsins og alþjóðasamtaka Special Olympics
0
114

Kraftlyftingamót Special Olympics fer fram föstudaginn 15. nóvember kl. 14.00  í tengslum við  heimsmeistaramót í kraftlyftingum sem fram fer í Ljónagryfjunni Reykjanesbæ dagana 11-16 nóvember. 

Þetta mun verða þriðja árið í röð sem Special Olympics dagur í kraftlyftingum er  haldinn samhliða þessu heimsmeistaramóti. Kraftlyftingasamband Íslands hefur unnið markvisst með Íþróttasambandi fatlaðra og Special Olympics á Íslandi að því að efla þátttöku fatlaðra í kraftlyftingum og KRAFT hefur stýrt Íslandsmótum ÍF í kraftlyftingum undanfarin ár.

20 Keppendur frá 5 löndum eru skráðir til keppni en þeir koma frá  Íslandi, Bretlandi , Rumeniu , Bandaríkjunum, Indland og Kanada. Þar sem mótið er á Íslandi gafst tækifæri til að senda fleiri keppendur á mótið en annars hefði verið og alls verða 7 íslenskir keppendur en það eru þau: 

Aníta Ósk Hrafnsdóttir keppir í -63 kg flokki en hún hefur ekki bara æft og keppt í kraftlyftingum því hún hefur einnig verið ötul keppniskona í frjálsum íþróttum og m.a. keppt í hlaupagreinum og langstökki.

Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir keppir í +84 kg flokki en hún hefur samhliða kraftlyftingum einnig æft og náð góðum árangri í kastgreinum, bæði í kúluvarpi og í sleggju- og kringlukasti.  

María Sigurjónsdóttir er keppandi í +84 kg flokki en hún keppti í kraftlyftingum á Special Olympics 2019 og 2022. Þá keppti hún líka árið 2023 á Special Olympics World Games þar sem hún vann til tvennra gull- og silfurverðlauna.

Sigríður Sigurjónsdóttir keppir í +84 kg flokki og er einnig að æfa frjálsar íþróttir samhliða kraftlyftingaiðkun þar sem hún keppir í kúluvarpi og sleggjukasti.

Guðfinnur Vilhelm Karlsson keppir í -93 kg flokki en hann hefur einnig æft sund um árabil og keppt á mörgum sundmótum á alþjóðavettvangi.

Sigurjón Ólafsson er keppandi í -93 kg og keppti á Special Olympics árið 2023 og eins á Special Olympics World Games sama ár þar sem hann stóð sig með prýði.

Emil Steinar Björnsson keppir í -120 kg flokki en hann æfir líka kastgreinar og hefur unnið til verðlauna, bæði í kúluvarpi, sleggjukasti og kringlukasti.

Að sögn Láru Bogeyjar, hjá KRAFT sem sér um skipulag stefnir allt í að þetta verði  stærsti og fjölmennasti keppnisdagur Special Olympics á þessu móti. Streymt er frá heimsmeistarammótinu sem er í fullum gangi. Hægt er að finna streymi mótsins hér. Fólk er hvatt til að koma á morgunn og veita stuðning úr áhorfendapöllunum, aðgangur er ókeypis

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Allir með leikarnir slóu í gegn!

Allir með leikarnir fóru fram í fyrsta sinn síðastliðinn laugardag. Það voru rúmlega 115 k…