Heim 2. tbl. 2024 Magnús Orri búinn að sanna sig heldur betur og fékk frábært tilboð frá Special Olympics i Evrópu 

Magnús Orri búinn að sanna sig heldur betur og fékk frábært tilboð frá Special Olympics i Evrópu 

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Magnús Orri búinn að sanna sig heldur betur og fékk frábært tilboð frá Special Olympics i Evrópu 
0
943

Magnús Orri Arnarson hefur hlotið þann mikla heiður að sjá um myndatöku á Evrópuraðstefnu Special Olympics sem fram fer í Berlin í október 2024. Þar koma saman öll Evrópulönd sem aðild eiga að Special Olympics samtökunum, SOI. 

Magnús Orri hefur komið að fjölbreyttum verkefnum með Special Olympics á Íslandi og hefur vakið mikla athygli fyrir skemmtileg myndbönd og ljósmyndir. Hann tók þátt í samstarfsverkefni Special Olympics á Íslandi, Special Olympics í Evrópu og 6 Austur Evrópulanda um inngildingu í íþróttastarf en verkefnið fór fram 2021 til 2023.  Árið 2024 hafði skrifstofa Special Olympics í Evrópu samband og óskaði eftir að Magnús Orri tæki að sér að mynda á Evropuraðstefnunni í haust. Hann var að sjálfsögðu tilbúinn í þetta verkefni og hann mun hafa frábæran aðstoðarmann i Berlin sem er reynsluboltinn Jon Aðalsteinn Bergsteinsson hjá UMFI. Sannarlega flott teymi, þessir tveir 

Special Olympics á Íslandi og Íþróttasamband fatlaðra óska Magnúsi Orra innilega til hamingju með þennan mikla heiður. Hann er frábær fyrirmynd og hefur svo sannarlega sýnt hve mikilvægt er að nýta sína styrkleika og þau tækifæri sem gefast 

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Magnús Orri í stóru  hlutverki á leiðtogaráðstefnu Special Olympics

Magnús Orri Arnarsson var aðalljósmyndari á leiðtogaráðstefnu Special Olympics í Evrópu se…