
Keilulið Asparinnar gerði frábæra hluti á Malmö Open 2025 í svíðjóð fyrr í þessum mánuði. Á mótinu tóku alls fimmtán lið þátt og þar voru um 130 einstaklingar sem gerði mótið að því fjölmennasta frá upphafi.
Öspin var valin sem besta lið mótsins þar sem liðið átti flesta keppendur í verðlaunasætum, bæði í einstaklings- og liðakeppni. Einar Kári Guðmundsson sigraði í karlaflokki og í liðakeppni karla sigruðu Vilhjálmur Þór Jónsson og Einar Kári Guðmundsson en í liðakeppni kvenna þær Ásta Hlöðversdóttir og Rut Ottósdóttir.
Ösp fékk samtals 21 stig, en liðið fékk þrenn gullverðlaun, fimm silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun á mótinu. BK Bowlinggänget frá Svíþjóð varð í öðru sæti með 17 stig og His Solkusten Oskarshamn frá Svíþjóð í þriðja sæti með 12 stig.
Þess má geta að allir Íslendingarnir sem voru í verðlaunasætum á mótinu spila í liðum í deild ófatlaðra á Íslandsmótinu.