Heim 1. tbl. 2025 Keilulið Aspar valið besta liðið á Malmö Open 2025

Keilulið Aspar valið besta liðið á Malmö Open 2025

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Keilulið Aspar valið besta liðið á Malmö Open 2025
0
125

Keilulið Asparinnar gerði frábæra hluti á Malmö Open 2025 í svíðjóð fyrr í þessum mánuði. Á mótinu tóku alls fimmtán lið þátt og þar voru um 130 einstaklingar sem gerði mótið að því fjölmennasta frá upphafi.

Öspin var valin sem besta lið mótsins þar sem liðið átti flesta keppendur í verðlaunasætum, bæði í einstaklings- og liðakeppni. Ein­ar Kári Guðmunds­son sigraði í karla­flokki og í liðakeppni karla sigruðu Vil­hjálm­ur Þór Jóns­son og Ein­ar Kári Guðmunds­son en í liðakeppni kvenna þær Ásta Hlöðvers­dótt­ir og Rut Ottós­dótt­ir.

Ösp fékk sam­tals 21 stig, en liðið fékk þrenn gull­verðlaun, fimm silf­ur­verðlaun og tvenn bronsverðlaun á mótinu. BK Bowl­inggän­get frá Svíþjóð varð í öðru sæti með 17 stig og His Solku­sten Osk­ars­hamn frá Svíþjóð í þriðja sæti með 12 stig.

Þess má geta að all­ir Íslend­ing­arn­ir sem voru í verðlauna­sæt­um á mót­inu spila í liðum í deild ófatlaðra á Íslands­mót­inu.

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Íslandsleikar Special Olympics í frjálsum fara fram næstu helgi

Sunnudaginn 16. mars fara fram Íslandsleikar Special Olympics í frjálsum. Leikarnir verða …