Heim 1. tbl. 2024 Íslandsmót ÍF og Hængsmót í boccia fara fram saman á Akureyri 2024

Íslandsmót ÍF og Hængsmót í boccia fara fram saman á Akureyri 2024

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Íslandsmót ÍF og Hængsmót í boccia fara fram saman á Akureyri 2024
0
1,266

Árið 2024 markar 50 ára afmæli íþrótta fatlaðra á Íslandi. Á árinu eru tvö elstu félög fatlaðra í landinu að fagna 50 ára afmæli sínu en þau eru Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík og Akur á Akureyri.

Ár hvert stendur Íþróttasamband fatlaðra að sveitakeppni í boccia og ár hvert stendur Lionsklúbburinn Hængur að Hængsmóti á Akureyri. Í tilefni af 50 ára afmæli Akurs á árinu var ákveðið að halda Íslandsmót ÍF í sveitakeppni og Hængsmót í boccia saman helgina 3.-4. maí næstkomandi á Akureyri.

Íslandsmót ÍF í sveitakeppni í boccia er þá leikið föstudaginn 3. maí en Hængsmótið leikið laugardaginn 4. maí og að því loknu og venju samkvæmt skemmtilegt lokahóf að mótunum loknum.

Í haust verður svo eins og fyrri ár haldið Íslandsmót í einliðaleik í boccia og verður það í höfuðborginni og haldið í samstarfi við ÍFR í tilefni af 50 ára afmæli félagsins.

Dagatal ÍF: Íþróttasamband fatlaðra (ifsport.is)

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Sigurjón vann annað árið í röð: Ingi Björn og Ásvtaldur meistarar í rennu- og BC 1-4

Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í einliðaleik í boccia lauk seinnipartinn á sunnudag …