Heim 1. tbl. 2024 Ástvaldur Ragnar íþróttamaður Suðurnesjabæjar 2023

Ástvaldur Ragnar íþróttamaður Suðurnesjabæjar 2023

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Ástvaldur Ragnar íþróttamaður Suðurnesjabæjar 2023
0
611

Ástvaldur Ragnar Bjarnason var kjörin íþróttamaður Suðurnesjabæjar árið 2023 en í umsögn kom m.a. fram að Ástvaldur hefur verið góð fyrirmynd fyrir iðkendur NES. Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta og má sjá myndir og fleira hér.

Af vef Víkurfrétta:

Hann mætir á allar æfingar, er jákvæður og hefur tekið miklum framförum sem hefur leitt til þess að hann var valinn í landsliðshóp í Boccia hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Ástvaldur hreppti annað sætið á Íslandsmótinu í sveitakeppni í Bocca og annað sætið í Íslandsmótinu í einliðaleik. Á erlendri grundu fór Ástvaldur í landsliðsverkefni til Danmerkur. Þar tók hann þátt í Norðurlandamóti í sveitakeppni þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari ásamt sinni sveit og er því Norðurlandameistari í sveitakeppni árið 2023. Ástvaldur hreppti Hvatabikarinn hjá NES en hann er veittur þeim sem hafa skarað fram úr og eru hvatning fyrir aðra iðkendur.

Ástvaldur Ragnar er virkilega flott fyrirmynd og sýnir og sannar að með metnaði og elju eru allir vegir færir.

Stjórn og starfsfólk Íþróttasambands fatlaðra óskar Ástvaldi til hamingju með nafnbótina!

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…