Heim 1. tbl. 2024 Grasrótarstarf og leiðin á Paralympics: Ines Lopes með fyrirlestur á Íslandi

Grasrótarstarf og leiðin á Paralympics: Ines Lopes með fyrirlestur á Íslandi

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Grasrótarstarf og leiðin á Paralympics: Ines Lopes með fyrirlestur á Íslandi
0
528

Ines Lopes íþróttastjóri hjá Parasport Svíþjóð og starfsmaður við ólympíuhreyfingu fatlaðra í Svíþjóð verður með fyrirlestur fyrir þjálfara, iðkendur og íþróttafélög í fundarsal ÍSÍ og UMFÍ þann 24. janúar næstkomandi. Ines hefur um áratugaskeið unnið á öllum stigum íþrótta fatlaðra í Svíþjóð frá grasrót upp í afreksstarf. Fyrirlesturinn hefst kl. 18.00 og er öllum opinn.

Viðburður á Facebook

Íþróttasamband fatlaðra hefur um áratugaskeið átt í löngu og farsælu samstarfi við Norðurlöndin. Á vettvangi eins og Paralympics hafa Norðurlöndin jafnvel starfað að mörgum verkefnum saman undir samstarfsheitinu 6N1T eða Six Nations One Team og þá hefur t.d. farið fram mikil samvinna fagaðila á borð við lækna, sjúkraþjálfara, nuddara, þjálfara, fararstjóra og fleiri.

Þann 24. janúar verður Ines Lopes gestur ÍF á Íslandi vegna RIG leikanna en sundfólk úr röðum fatlaðra frá Svíþjóð mun taka þátt í RIG sundkeppninni sem er ein sú allra síðasta fyrir sundfólk til þess að ná tilskyldum lágmörkum fyrir Paralympics í París 2024.

Ines starfar sem einn af íþróttastjórum Parasport Sverige og var m.a. aðalfararstjóri sænska hópsins á Parlaympics í Tokyo 2021. Ines er einnig reyndur þjálfari og jafnan talin ein helsta forvígiskona hjólastólakörfuboltans í Svíþjóð og var þar áður landsliðsþjálfari í greininni.

Ines er upprunalega frá Portúgal en starfar og býr í Svíþjóð í dag en hún hefur áratugareynslu af þjálfun, fjármögnun og skipulagningu frá grasrót upp í afreksmennsku við íþróttir fatlaðra. Við fyrirlesturinn 24. janúar mun Ines deila af reynslu Svía við vinnu síðustu ára í grasrótinni og eins gefa innsýn inn í það hvernig Svíar vinna með hina svokölluðu „Paralympic Pathway“ eða „leiðina frá upphafi íþróttaiðkunar og inn á afreksmót á borð við Paralympics.“

Ines er hafsjór af reynslu og ætlar að deila með okkur reynslu sinni úr starfi en fyrirlesturinn er öllum opinn. Íþróttasamband fatlaðra hvetur aðildarfélög sín og önnur til þess að mæta við þennan spennandi fyrirlestur en hægt verður að rekja garnirnar úr Inesi í lok erindisins. Fróðlegt og gagnlegt erindi í vændum sem veitir innsýn í hvernig ein af fremstu Norðurlandaþjóðunum í íþróttum fatlaðra er að haga sínum málum frá grasrót upp í gullverðlaun.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…