
Helgina 22-23 febrúar er þétt dagskrá þar sem tvenn Íslandsmót verða í gangi, í frjálsum og boccia.
Íslandmót ÍF í bocca fer fram í Reykjanesbæ í Blue-Höllinni þar sem Nes sér um framkvæmd mótsins. Lokahóf mótsins mun fara fram sunnudaginn 23. febrúar í Hljómahöllinni þar sem boðið verður upp á góðan mat, skemmtikrafta og hljómsveit.
Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss fer fram í Laugardalshöllinni. Mótið er haldið samhliða Meistaramóti Íslands FRÍ, MÍ. Mótshaldarar eru ÍR-ingar og sjá þau um framkvæmd mótsins samhliða MÍ. Flest allt fremsta íþróttafólk landsins mætir til keppni og búist er við góðri stemningu og flottum afrekum. Skráningarfrestur á mótið rennur út á miðnætti í kvöld (mánudaginn 17. febrúar).