
Íþróttasamband fatlaðra og Toyota á Íslandi hafa framlengt samstarfs- og styrktarsamningi sínum út árið 2025. Páll Þorsteinsson frá Toyota og Þórður Árni Hjaltested frá ÍF skrifuðu nýlega undir framlenginguna.
Toyota á Íslandi er einn af aðalstyrktaraðilum ÍF vegan hinna ýmsu verkefna sem tengjast uppbyggingu íþrótta fatlaðra í landinu. Það er einkar mikilvægt fyrir starfsemi eins og þá er ÍF heldur úti að hafa öfluga bakhjarla sem gera okkur kleift að halda úti íþróttum fatlaðra og tryggja að sem flestir finni íþrótt og lýðheilsu við sitt hæfi.