Heim 2. tbl. 2024 Hákon komst í 8-manna úrslit á opna franska

Hákon komst í 8-manna úrslit á opna franska

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Hákon komst í 8-manna úrslit á opna franska
0
413

Borðtennismaðurinn Hákon Atli Bjarkason varði síðustu dögum í Frakklandi þar sem hann tók þátt í ITTF Fa20 SQY French Para Open 2024 borðtennismótinu (opna franska).

Hákon sem keppir fyrir ÍFR/HK varð annar í riðlinum í einstaklingskeppni en þar tapaði hann 3-0 fyrir David Olsson frá Svíþjóð en lagði Brasilíumanninn Arthur Cosa Branco 3-0. Í 8 manna úrslitum mætti Hákon svo Belganum Bart Brands sem hafði betur 3-0.

Í tvíliðaleik lék Hákon með Kanadamanninum Peter Isherwood þar sem þeir höfðu 3-1 sigur í fyrsta leik gegn kanadísku pari. Í 8-liða úrslitum byrjaði viðureignin vel gegn pari frá Taipei þar sem Hákon og Peter unnu fyrstu lotu 11-9 en töpuðu næstu þremur og voru því úr leik.

Nánari úrslit mótsins

Mynd/ Hákon og meðspilari hans Peter

Sækja skyldar greinar
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

ÍF auglýsir eftir íþróttafulltrúa

Afleysing starfsmanns í fæðingarorlofi til áramóta, en með möguleika á framtíðar ráðningu.…