Heim 2. tbl. 2024 Hákon komst í 8-manna úrslit á opna franska

Hákon komst í 8-manna úrslit á opna franska

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Hákon komst í 8-manna úrslit á opna franska
0
182

Borðtennismaðurinn Hákon Atli Bjarkason varði síðustu dögum í Frakklandi þar sem hann tók þátt í ITTF Fa20 SQY French Para Open 2024 borðtennismótinu (opna franska).

Hákon sem keppir fyrir ÍFR/HK varð annar í riðlinum í einstaklingskeppni en þar tapaði hann 3-0 fyrir David Olsson frá Svíþjóð en lagði Brasilíumanninn Arthur Cosa Branco 3-0. Í 8 manna úrslitum mætti Hákon svo Belganum Bart Brands sem hafði betur 3-0.

Í tvíliðaleik lék Hákon með Kanadamanninum Peter Isherwood þar sem þeir höfðu 3-1 sigur í fyrsta leik gegn kanadísku pari. Í 8-liða úrslitum byrjaði viðureignin vel gegn pari frá Taipei þar sem Hákon og Peter unnu fyrstu lotu 11-9 en töpuðu næstu þremur og voru því úr leik.

Nánari úrslit mótsins

Mynd/ Hákon og meðspilari hans Peter

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Klifurnámskeið fyrir blind, sjónskert eða hreyfihömluð börn

Klifurfélag Reykjavíkur er að fara af stað með klifurnámskeið fyrir blind, sjónskert …