Heim 1. tbl. 2025 Gestir frá Færeyjum á flokka- og bikarmót ÍF

Gestir frá Færeyjum á flokka- og bikarmót ÍF

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Gestir frá Færeyjum á flokka- og bikarmót ÍF
0
663

Um helgina, 24. og 25. maí fer fram flokka- og bikarmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 50 metra laug. Mótið fer fram í Laugardalslaug en keppt verður í fjölbreyttum greinum.

Þátttakendur á mótinu eru 49 talsins, 19 keppendur koma frá Firði, 24 keppendur frá Reykjavíkurfélögunum Ösp, ÍFR pg Ármann, ein sundkona kemur frá Bolungarvík og fimm keppendur koma frá Færeyjum.

Á mótinu verður keppt í frjálsri aðferð, bringusundi, baksundi, flugsundi, þrísundi, fjórsundi og boðsundi. Keppnishald hefst kl. 15:00 á laugardeginum og kl. 10:00 á sunnudeginum.

Við hvetjum fólk að mæta á staðinn og hvetja sundfólk áfram.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Íslensk Getspá og ÍF framlengja samstarfi sínu næstu tvö árin

Íþróttasamband fatlaðra og Íslensk Gestpá hafa framlengt samstarfi sínu til næstu tveggja …