Heim 2. tbl. 2024 Fyrstu íþróttahjólastólarnir komnir í hús

Fyrstu íþróttahjólastólarnir komnir í hús

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Fyrstu íþróttahjólastólarnir komnir í hús
0
178

Allir með verkefnið hefur fest kaup á 10 íþróttahjólastólum sem ætlaðir eru fyrir börn á aldrinum 7 – 14 ára.

Boðið verður upp á hjólastólakörfubolta fyrir þennan aldur fljótlega eftir áramót. Stólarnir verða í lokaðri kerru sem gefur okkur tækifæri á að bjóða upp á  æfingar á fleirum en einum stað. Marel er að hjálpa okkur með að hanna búnað í kerruna þannig að allir stólarnir komast fyrir án þess að þurfa að taka þá í sundur.

Við leituðum til Listaháskólans um hönnun á merkingu á kerruna. Efnt var til samkeppni í skólanum og bárust fimm tillögur. Ein af þessum fimm tillögum verður valin sigurvegari og mun kerran vera skreytt eftir henni.

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Fögnuðu 50 ára afmæli íþróttafélagsins Akurs

Íþróttafélagið Akur varð 50 ára laugardaginn 7. desember og því var vitaskuld fagnað með v…