Allir með verkefnið hefur fest kaup á 10 íþróttahjólastólum sem ætlaðir eru fyrir börn á aldrinum 7 – 14 ára.
Boðið verður upp á hjólastólakörfubolta fyrir þennan aldur fljótlega eftir áramót. Stólarnir verða í lokaðri kerru sem gefur okkur tækifæri á að bjóða upp á æfingar á fleirum en einum stað. Marel er að hjálpa okkur með að hanna búnað í kerruna þannig að allir stólarnir komast fyrir án þess að þurfa að taka þá í sundur.
Við leituðum til Listaháskólans um hönnun á merkingu á kerruna. Efnt var til samkeppni í skólanum og bárust fimm tillögur. Ein af þessum fimm tillögum verður valin sigurvegari og mun kerran vera skreytt eftir henni.