Föstudaginn 15. nóvember fór fram Special Olympics dagur í kraftlyftingum samhliða heimsmeistaramóti í kraftlyftingum. Mótið var haldið í Ljónagryfjunni í Reykjanesbæ þar sem 7 íslenskir keppendur tóku þátt sem stóðu sig öll með glæsibrag.
Aníta Ósk Hrafnsdóttir keppir í -63 kg flokki. Aníta lyfti samtals 217,5 kg – Hnébeygja: 80kg, Bekkpressa: 47,5 og Réttstöðulyfta: 90 kg
Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir keppir í +84 kg flokki. Hulda lyfti samtals 290 kg – Hnébeygja: 105 kg, Bekkpressa: 67,5 kg og Réttstöðulyfta: 117,5 kg.
María Sigurjónsdóttir er keppandi í +84 kg flokki. María lyfti samtals 237,5 kg – Hnébeygja: 82,5 kg, Bekkpressa: 50 kg og Réttstöðulyfta: 105 kg.
Sigríður Sigurjónsdóttir keppir í +84 kg flokki. Sigríður lyfti samtals 307,5 kg og sigraði þannig heildar keppnina kvenna megin. Hnébeyjga: 110 kg, Bekkpressa: 70 kg og Réttstöðulyfta: 127,5 kg.
Guðfinnur Vilhelm Karlsson keppir í -93 kg flokki. Guðfinnur lyfti samtals 282,5 kg – Hnébeygja 95 kg, Bekkpressa: 70 kg og Réttstöðulyfta: 117,5 kg.
Sigurjón Ólafsson er keppandi í -93 kg flokki. Sigurjón lyfti samtals 180 kg – Hnébeygja: 50 kg, Bekkpressa: 50 kg og Réttstöðulyfta 80 kg.
Emil Steinar Björnsson keppir í -120 kg flokki. Emil lyfti samtals 430 kg – Hnébeyjga: 160 kg, Bekkpressa: 90 kg og Réttstöðulyfta 180 kg.
Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi, vilja koma á framfæri sérstöku þakklæti til Kraftlyftingasambands Íslands og alþjóðakraftlyftingasambandsins, vegna mótsins um helgina. Samstarf Special Olympics International og International Powerlifting Federation (alþjóðakraftlyftingasambandsins), hefur skapað ný tækifæri, ekki aðeins fyrir iðkendur úr röðum Special Olympics heldur einnig aðra iðkendur með fötlun. Sigurjón Pétursson fyrrverandi formaður KRAFT er varaforseti IPF og hann hefur ásamt Forseta IPF lyft grettistaki í því að skapa ný tækifæri fyrir okkar fólk. Mikill áhugi er á að efla samstarf við IPC og opna fleiri dyr í framtíðinni.
Samstarf ÍF og Special Olympics á Íslandi við KRAFT hefur byggst upp á síðustu árum og KRAFT hefur haft umsjón með Íslandsmótum ÍF og Íslandsleikum Special Olympics í kraftlyftingum. Verkefnið hefur verið unnið í mjög góðu samstarfi við aðildarfélög KRAFT. Lára Bogey, framkvæmdastjóri KRAFT var til aðstoðar á heimsleikum Special Olympics í Berlín og hefur verið óþreytandi að fylgja eftir okkar fólki og stuðla að nýjum tækifærum. Sama gildir um stjórn KRAFTS og fulltrúa aðildarfélaga KRAFTS, samstarfið hefur verið einstakt.