Heim 1. tbl 2023 Forseti IPC fundaði með Parasport Norden

Forseti IPC fundaði með Parasport Norden

5 min read
Slökkt á athugasemdum við Forseti IPC fundaði með Parasport Norden
0
602

Í maí sl. sátu Þórður Árni Hjaltested, formaður ÍF og Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs ÍF fund formanna og framkvæmdastjóra norrænu samtakanna sem nú kallast Parasport Norden en hétu áður Nord-HIF en fundurinn var haldinn í Þrándheimi.

Á fundinum var m.a. lagður grunnur að dagskrá stjórnarfundar samtakanna sem fram fer í Grænlandi í septembermánuði n.k. en fundurinn er haldinn samhliða og með Íþrótta- og Ólympíusamböndum Norðurlandanna. Þá var auk annarra mála sem efst voru á baugi innan Parasport í heiminum samþykkt styrkveiting vegna flokkunarráðstefnu sem fram fer í Svíþjóð í byrjun septembermánaðar.

Sérstakur gestur fundarins var Andrew Parsons, forseti IPC – Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra.

Eftir að Norðurlöndin höfðu hvert um sig upplýst um undangengin verkefni og það sem framundan væri greindi forseti IPC frá því sem IPC væri að vinna að um þessar mundir, hver langtímamarkmið samtakanna væri og þá sérstaklega þá stöðu sem uppi væri í málum tengdum brottvísun Rússa og Hvít-Rússa úr samtökunum.

Þannig gerði Andrew Parsons grein fyrir tillögu sem IPC leggur fyrir og tengist skipan framkvæmdastjórnar samtakanna en fyrir liggur tillaga þeirra um að stjórnin hafi leyfi til að tilnefna í stjórnina utanaðkomandi ,,sérfæðinga”, nokkuð sem Norðurlöndin styðja ekki.

Málefni Rússa og Hvít-Rússa voru eðli málsins samkvæmt aðal umræðuefni þessa fundar með forseta IPC sem upplýsti að skoðun IPC stæði og að þessum löndum væri meinuð þátttaka að mótum sem IPC stæði fyrir. Þá upplýsti hann að vegna tæknilegra lagamála yrði að taka brottvísun þeirra fyrir aftur að aðalfundi IPC sem fram fer í byrjun október en nú væri aukinn þrýstingur frá hinum ýmsu löndum og samtökum að þjóðunum yrði heimiluð þátttaka undir ,,hlutlausum” fána. Einnig væru nú nokkur þegar alþjóðasambönd í hinum ýmsu íþróttagreinum búin að heimila Rússum og Hvít-Rússum leyfi til að keppa í ,,þeirra” greinum og vinna sér inn lágmörk fyrir leikana í París 2024.

Það fer því eftir niðurstöðu aðalfundar IPC í október n.k. hvort brottvísunin úr hreyfingunni stendur eða hvort þessum þjóðum verði heimiluð þátttaka!

Fyrir fund Para Norden og með forseta IPC var honum og öðrum fundarmönnum boðið að heimsækja og skoða Para-íþróttamiðstöð Noregs, þeirrar einu sem fyrirfinnst í Noregi. Voru þar kynntir hinir ýmsu möguleikar sem fötluðum stendur til boða innan Para-íþrótta og er nokkuð sem verkefnið  ÍF, ÍSÍ og UMFÍ ,,Allir með” gæti lært af.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…