Heim 2. tbl. 2024 Ferðasaga

Ferðasaga

8 min read
Slökkt á athugasemdum við Ferðasaga
0
330

Kylfingurinn Sigurður Guðmundsson úr Suðurnesjabæ keppti á heimsleikum Special Olympics sem fóru fram í Berlín síðasta sumar. Þar vakti Siggi athygli fyrir frammistöðu sína á golfvellinum og í kjölfarið buðu mótshaldarar eins af sterkustu golfmótum fatlaðra í heiminum honum að keppa við þá bestu í Macau.   Hann gerði sér lítið fyrir og kom heim með silfur af leikunum.  Hér er ferðasaga sem Víðir Tómasson þjálfari tók saman

Ferðalagið hófst eldsnemma laugardaginn 21.sept og komið var til Kína í hádeginu sunnudaginn 22.sept

Mánudagurinn var nýttur í að ná ferðaþreytunni úr sér og reynt að sofa vel eftir langt og erfitt ferðalag. Eftir að við vorum búnir að hvíla okkur vel fórum við bara í göngutúr að skoða okkur um. 

Á þriðjudeginum byrjaði svo dagskráin og voru fyrirlestrar um hin ýmsu efni sem tengjast fötlunum t.d um hvernig á að vinna með þeim á sem árangursríkastan hátt, kynning um taugastarfsemi og heilann og margt fleira. Eftir það var verkefni fyrir keppendur en þar fengu þeir að lita og mála og skapa búning og mótorhjól og svo verður ein hönnunin valin og keppt verður í þeirri hönnun í einni Grand Prix mótorhjóla keppni.

Miðvikudagurinn var svokallaður skemmtidagur og æfingadagur þá var vaknað og farið með okkur beint í bíó eftir morgunmat þar var horft á myndina Beetlejuice og eftir það var farið í inni vatnsrennibrautargarð sem sló rækilega í gegn.

Eftir vatnsrennibrautargarðinn var svo haldið á golfvöllin þar sem þá var komið að æfingatíma og stóðu æfingar yfir í 2tíma og æfingin gekk eins og í sögu.

Á fimtudeginum byrjaði svo keppnin.

Siggi spilaði fyrst 9 holur og gengu þær mjög vel sérstaklega í ljósi þess að hann var ekkert búinn að kynnast vellinum sjálfum og spilaði hann þær á 41 höggi. Eftir hádegismat var svo farið aftur að spila og þá voru spilaðar 18 holur og gekk það einnig mjög vel og spilaði Siggi á 80 höggum. Þessi dagur var erfiður fyrir keppendur þar sem sólin skein og hitastigið var í kringum 32-33 gráður mest allan daginn og var þreyta allveg farin að segja til sín eftir 27 holur í þessum hita. Keppendur fengu sem betur fer að vera á golfbíl.

Föstudagurinn var svo svipaður deginum á undan og hélt keppnin áfram og spilaðar voru síðustu 9 holurnar í mótinu fyrir hádegi og Siggi hélt áfram að gera flotta hluti og spilaði þær á 42 höggum og endaði mótið samtals á 163 höggum sem skilaði honum silfri í mótinu. Eftir þessar 9 holur var svo tekinn hádegismatur og haldið aftur út á völl að spila meira en þá tók við spil með öllum styrktaraðilum mótsins og spilað var þriggja manna texas scramble þar sem keppendum var raðað saman með starfsmönnum fyrirtækjana sem komu að því að styrkja mótið. Búið var til mót í kringum þetta sem þeir kölluðu masters Final og stóðu Siggi og liðið hans sig mjög vel og spiluðu á 69 höggum eða tveimur undir pari.

Eftir hringina þá var farið í sturtu á golfvellinum og haldið beint til verðlaunaafhendingar þar sem boðið var upp á hlaðborð af mat þar sem hægt var að velja úr öllu milli himins og jarðar. Mikil spenna var á afhendingunni því enginn vissi loka úrslit mótsins og var mikil gleði þegar komst í ljós að Siggi hafi náð silfri á mótinu.

Fyrirkomulag mótsins var svipað og á Special Ol þar sem keppendum var raðað niður í nokkra flokka í hverri deild fyrir sig þannig allir unnu til verðlauna en þess má geta að Sigga var raðað í efsta styrkleikaflokk og fékk silfur í honum sem þýðir að þrátt fyrir styrkleikaflokka þá var hann í öðru sæti af öllum keppendum. 

Siggi stóð sig ótrúlega vel og höfðum við báðir mjög gaman að þessu, verðlaunin voru algjör bónus vorum við sammála um því lærdómurinn, ævintýrið að fara svona út að keppa, skemmtunin og dyrnar sem vonandi opnast fyrir fleiri kylfinga golfsambands fatlaðra að fara út fyrir landsteina á svona stórt mót að keppa var aðalmarkmið ferðarinnar.

Laugardagur var svo bara heimferðardagur

Viðtal við Sigurð í VF má finna hér!

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Magnús Orri í stóru  hlutverki á leiðtogaráðstefnu Special Olympics

Magnús Orri Arnarsson var aðalljósmyndari á leiðtogaráðstefnu Special Olympics í Evrópu se…