Heim 2. tbl 2023 Björn tilnefndur til dómgæslu á Ólympíuleikunum

Björn tilnefndur til dómgæslu á Ólympíuleikunum

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Björn tilnefndur til dómgæslu á Ólympíuleikunum
0
888

Fjórir íslenskir sunddómarar hafa verið tilnefndir í stór verkefni og þeirra á meðal er Björn Valdimarsson meðlimur í sundnefnd Íþróttasambands fatlaðra. Björn hefur verið tilnefndur af SSÍ sem dómari við Ólympíuleikana í París 2024 sem og á HM50 sem fram fer í Doha 11.-17. febrúar á næsta ári.

Ingibjörg Ýr Pálmadóttir hefur þegar komist að sem dómari á EM25 sem fram í í Búkarest 5.-10. desember næstkomandi. Sótt hefur verið um dómarastörf fyrir þær Ragnheiði Birnu Björnsdóttur og Viktoríu Gísladóttur fyrir EM Masters í Malaga 19.-25. nóvember.

Hér eru á ferðinni reyndir dómarar sem hafa unnið ötullega fyrir sundíþróttina á Íslandi og er það ósk okkar hjá SSÍ og ÍF að allir komist að í þessum spennandi verkefnum sem eru framundan næsta árið.

Mynd/ Björn Valdimarsson meðlimur í sundnefnd Íþróttasambands fatlaðra hefur verið tilnefndur af SSÍ til dómgæslu á Ólympíuleikunum í París 2024.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Sigurjón vann annað árið í röð: Ingi Björn og Ásvtaldur meistarar í rennu- og BC 1-4

Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í einliðaleik í boccia lauk seinnipartinn á sunnudag …