
Samningur um áframhaldandi stuðning við Íþróttasamband fatlaðra var undirritaður í mennta- og barnamálaráðuneytinu í dag. Markmið samningsins er að auka þátttöku fatlaðra í íþróttastarfi.
Sérstök áhersla hefur verið lögð á stuðning við íþróttaiðkun fatlaðra á undanförnum árum. Má þar nefna verkefnið Allir með sem miðar að því að fjölga tækifærum og auka aðgengi fatlaðra að íþróttum. Verkefnið er samstarfsverkefni Íþróttasamband fatlaðra, ÍSÍ og UMFÍ og er styrkt af mennta- og barnamálaráðuneytinu, félags- og vinnumálaráðuneytinu og heilbrigðisráðuneytinu.
Nánar á heimasíðu Mennta- og barnamálaráðuneytisins
Mynd/ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, og Þórður Árni Hjaltested, formaður Íþróttasambands fatlaðra, undirrita samning í mennta- og barnamálaráðuneytinu.