
Helgin framundan verður annasöm hjá íþróttafólki en Íslandsmót ÍF og SSÍ í 50m laug fer fram í Laugardalslaug og þá verður Íslandsmót ÍF og KRAFT í kraftlyftingum í íþróttahúsi ÍFR að Hátuni.
Keppni á Íslandsmótinu í 50m laug hefst föstudaginn 11. apríl og lýkur á sunnudag 13. apríl. Greinaröð mótsins má nálgast hér og allar nánari upplýsingar um mótið s.s. beint streymi má finna hér.
Íslandsmótið í kraftlyftingum verður í Hátúni í húsi ÍFR og fer fram laugardaginn 12. apríl. Vigtun hefst kl. 09.00 og keppni hefst kl. 11.00. Nánar um mótið hér.