
Opna Húsavíkurmótið í Boccia sem er fastur liður í starfi Boccideildar Völsungs með góðum stuðningi Kiwanisklúbbsins Skjálfanda var haldið í Íþróttahöllinni í 35. sinn s.l. sunnudag. Mótshaldari er Bocciadeild Völsungs með dyggum stuðningi Kiwanis, en félagar í Skjálfanda annast alla dómgæslu, merkingu valla, og koma að undirbúningi mótsins með Bocciadeildinni eins og þeir hafa gert á öllum fyrri mótum.
Mótið tókst afar vel í alla staði, góð þátttaka að venju og mættu 34 lið til keppni.
Eftir riðlakeppni var spilað til úrslita og að lokum keppt um 1- 4 sæti. Keppnin var afa hörð og spennandi til að knýja fram úrslit:
1. sæti, Lið frá Norðurþingi „Snillingarnir“ Kristbjörn Óskarsson og Jón Höskuldsson – Verðlaun voru glæsileg að vanda frá Kjarnafæði-Norðlenska, Heimamönnum, Olís og Hárformi.
2. sæti, Lið frá Lögreglunni „ Löggurnar“ Jón Ingi og Jón Óskar – Verðlaun: frá Kjarnafæði-Norðlenska, , Háriðjunni og Olís.
3. sæti, Lið frá PCC „PCC- Bakkabræður“, Ísak Már og Davíð Atli. – Verðlaun: frá Skóbúðinni, Golfskálanum og Versl. Garðarshólma
4.sæti, „Mörgæsirnar“ Hildur Sigurgeirsdóttir og Aron Fannar Skarphéðinsson – Verðlaun: frá Icwear og Olís.
Er öllum styrktaraðilum er þakkað kærlega fyrir stuðninginn og öll glæsilegu verðlaunin.
Húsavíkurmeistararnir í Bocci 2025, urðu Snillingarnir, lið frá Norðurþingi þeir Kristbjörn Óskarsson og Jón Höskuldsson, hlutu að launum glæsilegan farandbikar sem gefin var af Norðlenska ehf.
Einnig var afhentur “Hvatningabikar ÍF” sem bocciamaðurinn Sindri Gauksson hlaut að þessu sinni.
Er þetta 35. Húsavíkurmótið í Boccia frá upphafi og stofnun deildarinnar 20. mars 1990 en það voru félagar í Kiwanisklúbbnum Skjálfanda sem komu að stofnuninni ásamt öðru áhugafólki og eru sumir þeirra enn að og hafa komið að öllum Húsavíkurmótunum til þessa.
Takk fyrir Húsvíkingar og aðrir gestir, sjáumst vonandi hress að ári á næsta.

