Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er fyrir iðkendur með sérþarfir. Verkefnið er hluti af verkefninu „Allir með“ og er Afturelding þátttakandi í því verkefni.
Verkefnið er tilraunaverkefni í 8 vikur til að byrja með en ætlunin er að bjóða uppá reglulega þjálfun fyrir þennan hóp í framhaldi. Þjálfari er Tony Presley en hún hefur starfað sem sjálfboðaliði við sambærilegt verkefni hjá Stjörnunni/Öspinni í Garðabæ. Tony er með mikla reynslu sem þjálfari og starfar nú sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Aftureldingu. Verkefnið er öllum opið og er ekki eingöngu hugsað fyrir íbúa í Mosfellsbæ heldu geta allir verið með sem vilja.