Heim 2. TBL. 2025 Stefanía keppti í langstökki á lokadegi HM í frjálsum

Stefanía keppti í langstökki á lokadegi HM í frjálsum

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Stefanía keppti í langstökki á lokadegi HM í frjálsum
0
253

Stefanía Daney Guðmundsdóttir lauk keppni í langstökki í flokki T20 á HM í frjálsum sem fer fram í Indlandi en síðasti dagur mótsins var í dag.

Það voru óvæntar fréttir sem Stefanía fékk aðeins degi fyrir forkeppni en þá breyttist keppnisfyrirkomulagið á síðustu stundu þegar mótshaldarar ákváðu að skipta hópnum upp og sleppa forkeppni fyrir hluta keppenda. Þær voru því aðeins fimm sem tóku þátt í forkeppni og fengu fjórar sæti í úrslitum. Stefanía fór því beint í úrslit og voru þar samtals 16 keppendur.

Þrátt fyrir óvænta breytingu á skipulagi sýndi Stefanía þrautsegju og jákvæðni. Besti árangur hennar var 4.93 metrar og kom það í öðru stökki. Stökkin hennar voru eftirfarandi: x – 4.93 – 4.80 og lenti hún í 13. sæti.

Þar með hafa báðir keppendur Íslands lokið keppni og óskum við Stefaníu og Ingeborg til hamingju með árangurinn sinn.

Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Þór hefur lokið keppni á Evrópumeistaramótinu í skotfimi

Þór Þórhallsson lauk keppni í sinni seinni grein á Evrópumeistaramótinu í skotfimi sem fer…