Heim 1. tbl. 2025 Þorsteinn hafnaði í 17. sæti í Róm

Þorsteinn hafnaði í 17. sæti í Róm

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Þorsteinn hafnaði í 17. sæti í Róm
0
520

Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson er nýkominn heim frá Róm á Ítalíu þar sem hann tók þátt í European Para Archery Cup Leg 1. Það er vefsíðan Archery.is sem greinir frá.

Þorsteinn var eini keppandi Íslands á mótinu og endaði í 17 sæti í einstaklingskeppni trissuboga karla opnum flokki fatlaðra (Compound Men Open).

Þorsteinn var í 31 sæti í undankeppni mótsins með skorið 622.

Í útsláttarkeppni mótsins sat Þorsteinn hjá í 48 manna útsláttarleikjum og mætti svo Jonathon Milne frá Ástralíu í 32 manna úrslitum. Þar var sá Ástralski sterkari og vann leikinn gegn Þorsteini 147-131 og sló Þorstein út af mótinu. Þorsteinn endaði því í 17. sæti mótsins.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Íslensk Getspá og ÍF framlengja samstarfi sínu næstu tvö árin

Íþróttasamband fatlaðra og Íslensk Gestpá hafa framlengt samstarfi sínu til næstu tveggja …