Heim 1. tbl. 2025 Thelma Dögg tekur við sem Íþróttafulltrúi ÍF

Thelma Dögg tekur við sem Íþróttafulltrúi ÍF

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Thelma Dögg tekur við sem Íþróttafulltrúi ÍF
0
245

Thelma Dögg Grétarsdóttir hefur verið ráðin sem íþróttafulltrúi Íþróttasambands fatlaðra og hefur þegar hafið störf hjá sambandinu.

Thelma er 27 ára gömul með BSc í iðjuþjálfunarfræði frá Háskólanum á Akureyri og er að ljúka MSc í íþróttavísindum með áherslu á íþróttasálfræði. Thelma kemur til starfa með sterkan bakgrunn í íþróttum sem fyrirliði íslenska blaklandsliðsins en hún hefur einnig verið yngri landsliðsþjálfari í blaki.

Thelma var ráðin m.a. til þess að ganga í störf sem Melkorka Rán Hafliðadóttir lætur eftir sig á meðan hún er í fæðingarorlofi. Thelma hefur þegar hafið störf og eitt af hennar fyrstu verkum verður m.a. að sinna störfum við Sambandsþing ÍF sem fram fer næsta laugardag 26. apríl í Laugardalshöll.

Við bjóðum Thelmu Dögg hjartanlega velkomna um borð hjá Íþróttasambandi fatlaðra.

Mynd/ JBÓ – Thelma Dögg ásamt Þórði Árna Hjaltested formanni ÍF.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Sex Íslandsmet féllu á ÍM50 um helgina

Íslands- og unglingameistaramótið í 50m laug fór fram í Laugardalslaug um síðustu helgi. M…