Heim 1. tbl. 2025 Sífellt ný tækifæri að skapast gegnum starf Special Olympics. Tvær nýjar greinar hjá íslenska hópnum sem stefnir til Ítalíu.  

Sífellt ný tækifæri að skapast gegnum starf Special Olympics. Tvær nýjar greinar hjá íslenska hópnum sem stefnir til Ítalíu.  

6 min read
Slökkt á athugasemdum við Sífellt ný tækifæri að skapast gegnum starf Special Olympics. Tvær nýjar greinar hjá íslenska hópnum sem stefnir til Ítalíu.  
0
197

Vetrarheimsleikar Special Olympics fara fram fjórða hvert ár. Nú er komið að næstu heimsleikum sem fara fram í Torino, Ítalíu 8. – 15. mars 2025.  Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi senda fimm keppendur til þátttöku í þremur greinum, listhlaupi á skautum, dansi og alpagreinum. Ísland hefur átt keppendur í listhlaupi á skautum frá leikunum 2005 en þetta verður í fyrsta skipti sem Ísland á keppendur í dansi og á skíðum. Kvóti Íslands á gönguskíðum verður nýttur af keppendum frá Grænlandi og þetta verður í fyrsta skipti sem Grænland á fulltrúa á heimsleikum Special Olympics. 

Opnunarhátíð verður 8. mars í Torino og þá taka við æfinga og keppnisdagar. Áður en formleg keppni hefst er farið í gegnum ákveðið ferli þar sem raðað er í keppnisflokka út frá styrkleikastigi. Allir keppa því við jafningja, jafnt byrjendur sem lengra komnir og það einkennir leika Special Olympics. Lokahátíð fer fram 15. mars í Torino og Sestriere. Skautagreinar verða í Torino, dans og snjóbrettakeppni í Bardonecchia, alpagreinar og snjóþrúguhlaup í Sestriere og skíðaganga í Pragelato. Keppendur gista þar sem keppni fer fram og íslenski hópurinn dreifist því á þrjá keppnisstaði.

Listhlaup á skautum
Bjarki Rúnar Steinarsson og Védís Harðardóttir skautadeild Aspar
Þjálfarar; Hanna Rún Ragnarsdóttir og Andri Magnússon

Unified dans
Þórdís Erlingsdóttir og Ingólfur Bjartur Magnússon dansfélaginu Hvönn
Þjálfarar; Tinna Karen Guðbjartsdóttir og Hjördís Hjörleifsdóttir

Skíði
Victoria Ósk Guðmundsdóttir 
Þjálfarar; Lilja Sólrún Guðmundsdóttir og Elsa Björk Skúladóttir
Fararstjórar; Karen Ásta Friðjónsdóttir og Helga Olsen
Læknir; Kristín Pálsdóttir

Glænýtt kynningarmyndband sem Magnús Orri Arnarson vann að fyrir leikana

Í tengslum við leikana verður alþjóðleg ráðstefna „Youth Summitt“ fyrir ungt fólk. Þar er unnið út frá hugmyndafræði „unified“ um samstarf fatlaðra og ófatlaðra. Allir keppendur geta tekið þátt í „Healthy Athletes“, sem er ókeypis heilsufarsskoðun sem er stýrt af alþjóðlegu teymi heilbrigðiststarfsfólks.  

Alþjóðlegt lið lögreglumanna hóf kyndilhlaup um Ítalíu 27. febrúar sem lýkur með því að eldur verður tendraður á opnunarhátíð leikanna. Ísland á þar einn fulltrúa sem er  Rut Sigurðardóttir, rannsóknarlögreglumaður. 

Magnús Orri Arnarson sem unnið hefur að ýmsum kynningarverkefnum með Special Olympics á Íslandi og Jón Aðalsteinn Bergsveinsson kynningarfulltrúi UMFÍ skipa sérstakt „unified media“ teymi. Þeirra hlutverk verður að safna myndefni frá leikunum og aðstoða við kynningu á því sem Special Olympics samtökin standa fyrir en í raun er margt líkt þar með markmiði starfs UMFÍ. 

Starf Special Olympics samtakanna gengur út á að allir fái tækifæri gegnum íþróttastarf og geti blómstrað á eigin forsendum. Áhersla er sífellt að aukast á „unified“ verkefni þar sem horft er á inngildingu á öllum sviðum. 

Magnús Orri  verður einnig ljósmyndari á alþjóðaráðstefnunni, Youth Summitt 

Síða leikanna.

Special Olympics World Games • X: @sowg_
Facebook: @SpecOlympWorldGames
Instagram: @sowg_berlin2023
Special Olympics • X: @SpecialOlympics
Facebook: @SpecialOlympics
Instagram: @SpecialOlympics
TikTok: @Special.Olympics
YouTube: @SpecialOlympicsHQ

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 1. tbl. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Skemmtilegt kynningarmyndband úr smiðju Magnúsar Orra

Hér er smá innsýn í undirbúning að þátttöku Íslands á heimsleikum Special Olympics á Ítalí…