
Kynning á Allir með
Síðastliðinn laugardag var haldin skemmtileg kynning á Allir með verkefninu í Kringlunni. Verkefnið og staða þess var kynnt og svo tilgangur þess og markmið.
Sérstök áherslar var á að kynna Íslandsleikana sem verða á Selfossi 29. -30. mars og svo nýtt verkefni sem er að fara af stað þessa dagana. ÍR í Breiðholti og Fjölnir í Gravarvogi eru að byrja með hjólastólakörfubolta fyrir hreyfihömluð börn á aldrinum 7 – 14 ára. Æfingarnar verða á sunnudögum í Skógarseli kl 15:30 og svo í Egilshöll kl. 11:00.
Kynningin gekk mjög vel og fylgdust margir með og mikil stemning myndaðist í húsinu og ekki skemmdi það fyrir að VÆB drengirnir tóku þátt í uppákomunni við mikil fagnaðarlæti aðdáenda.
Keppt var í tveir á tvo milli landsliðsfólks í körfubolta og fleiri hópar létu til sín taka. Ungir iðkendur frá ÍR og Fjölni mættu í keppnisbúningum sínum og settu svip á viðburðinn. Að endingu fengu allir sem vildu að prófa stólana og skjóta á körfu. Velheppnaður dagur í Kringlunni og mikil og jákvæð umfjöllun hefur verið um viðburðin í fjölmiðlum.
Allar nánari upplýsingar um Allir með verkefnið er að finna hér
Hér má einnig nálgast skemmtilega umfjöllun hjá UMFÍ um Hjólastólakörfuna í Kringlunni
