Nú er einungis mánuður til stefnu þangað til Íslenski hópurinn heldur til Ítalíu á Heimsleika Special Olympics. Victoría Ósk Guðmundsdóttir mun keppa fyrir Íslands hönd á skíðum á leikunum. Leikarnir fara fram í Turin á Ítalíu dagana 8.-15. mars 2025.
Magnús Orri Arnarsson kíkti um daginn upp í Bláfjöll þar sem hann fylgdist með Victoríu þar sem hún var í fullum undirbúningi fyrir leikana.