Heim 1. tbl. 2025 Ólafur S. Magnússon lætur af störfum eftir farsælan feril hjá Íþróttasambandi fatlaðra ÍF

Ólafur S. Magnússon lætur af störfum eftir farsælan feril hjá Íþróttasambandi fatlaðra ÍF

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Ólafur S. Magnússon lætur af störfum eftir farsælan feril hjá Íþróttasambandi fatlaðra ÍF
0
409

Ólafur Sigurbjörn Magnússon hefur látið af störfum hjá Íþróttasambandi fatlaðra og ákveðið að fara á eftirlaun eftir 40 ára farsælan feril. Ólafur hóf störf hjá Íþróttasambandi fatlaðra árið 1984 og hefur lengst af gegnt starfi framkvæmdastjóra fjármála- og afrekssviðs ÍF.

Undir stjórn Ólafs hefur sambandið vaxið og dafnað og árangur íslensks afreksfólks úr röðum fatlaðra verið eftirtektarverður hérlendis sem og erlendis.
Ólafur var lengi vel einnig aðalfararstjóri Íslands á Ólympíumótum fatlaðra (Paralympics) og þá gegndi hann mikilvægu hlutverki í samskiptum við erlenda aðila á borð við Alþjóða Ólympíuhreyfingu fatlaðra og fleiri.

Skemmtilegt viðtal birtist við Ólaf í Morgunblaðinu nýverið þar sem farið er nánar yfir ferilinn. Á þessum tímamótum vill stjórn og starfsfólk Íþróttasambands fatlaðra þakka Ólafi innilega fyrir framlag sitt, ævistarf, í þágu íþrótta fatlaðra.

Stjórn og starfsfólk ÍF óskar Ólafi og fjölskyldu hans velfarnaðar í þeim verkefnum sem framundan eru! Að sama skapi óskum við þeim gleðilegs árs og þökkum fyrir árin 40!

Mynd/ Morgunblaðið – Hari: Ólafur Sigurbjörn Magnússon í einum af mörgum embættisverkum sínum fyrir ÍF á 40 ára ferlinum.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Sex Íslandsmet féllu á ÍM50 um helgina

Íslands- og unglingameistaramótið í 50m laug fór fram í Laugardalslaug um síðustu helgi. M…