Special Olympics á Íslandi hóf í haust innleiðingu á verkefninu Unified Schools sem er alþjóðlegt verkefni á vegum Special Olympics International. Markmið er að kennarar, nemendur, skólastjórnendur og aðrir geti nýtt verkefnið sem verkfæri í þágu inngildingar í skólastarfi. Markmið er að hver skóli geti aðlagað verkefnið að því umhverfi sem er til staðar og að það flæði inn í skólastarfið sem jákvæð viðbót við önnur skemmtileg verkefni. Meginþema er inngilding sem byggir á samstarfi, samvinnu, virðingu og jákvæðum samskiptum og upplifun allra nemenda.
Fyrstu skólar sem taka þátt í samstarfi við Special Olympics á Íslandi vegna Unifed Schools verkefnisis eru eftirtaldir; Heilsuleikskólinn Skógarás, Ásbrú. Umsjón; Ásta Katrín Helgadóttir
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, starfsbraut. Umsjón; Jóhann Arnarsson
Framhaldsskólinn á Húsavík, starfsbraut. Umsjón; Elsa Björk Skúladóttir
Húsaskóli, Reykjavík. Verkefnið verður tengt þátttöku Íslands á heimsleikum Special Olympics 2025. Umsjón; Helga Olsen. Einnig er samstarf við HÍ og HR en nemendur hafa tengst verkefninu Unified Schools í tengslum við námskeið um íþróttir og fjölbreytileikann.
Special Olympics á Íslandi stýrir aðferðafræði innleiðingar á Íslandi en markmið er að innleiðing verði alfarið í samræmi við óskir hvers skóla og sé ekki íþyngjandi.
Horft er til þess að verkefnið geti flætt inn í hefðbundið starf og/eða opnað á tækifæri til nýrra viðburða og verkefna. Íþróttir og leikir eru form sem hefur reynst mjög áhrifaríkt til inngildingar í skólastarfi og margir setja upp viðburði því tengt.
Styrkir hafa fengist til innleiðingar verkefnisins gegnum Special Olympics í Evrópu og áframhaldandi þróun mun taka mið af því fjármagni sem verður til staðar.
Hér má fá nánari upplýsingar um Unified Schools verkefnið
Viljayfirlýsing og alþjóðlegt samstarf þjóða um inngildingu. Berlín, júní 2023
Innleiðing þessa verkefnis kemur í kjölfar þátttöku Íslands í samstarfi þjóða um inngildingu.
Ásmundur Einar Daðason, mennta og barnamálaráðherra var fulltrúi Íslands á ráðstefnu í Berlín 2023 í tengslum við heimsleika Special Olympics en þar var meginþema, alþjóðlegt samstarf þjóða um inngildingu. Viljayfirlýsinguna má nálgast hér.
Undirritun viljayfirlýsingar. Ísland, apríl 2024.
I kjölfarið fundarins í Berlín 2023 og aðkomu Íslands að samstarfi þjóða, komu fulltrúar Special Olympics í Evrópu til Íslands í apríl 2024. Þá var undirrituð viljayfirlýsing um samstarf Special Olympics í Evrópu, Special Olympics á Íslandi og Mennta og barnamálaráðuneytis. Í framhaldi þessa hófst innleiðing Unified Schools á Íslandi. Special Olympics á Íslandi óskaði eftir því að fá að fara nýjar leiðir við innleiðingu og leitað var samstarfs við skóla á öllum skólastigum, þar sem hver skóli ákveður hvað hentar best.
Sjá hér.
Unfied School verkefnið opnar á tækifæri til samstarfs innan skóla, samstarf við íþróttafélög í nærsamfélagi og annað samstarf sem talið er henta á hverjum stað. Það verður mjög áhugavert að fylgjast með því hvernig verkefnið þróast. Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með þeim verkefnum sem farið hafa af stað á Íslandi og þeir skólar sem tóku keflið fyrir Unfied Schools á Íslandi fá innilegar þakkir fyrir frábært samstarf.