Heim 2. tbl. 2024 Helgi Þór hlaut Hvataverðlaun ÍF 2024

Helgi Þór hlaut Hvataverðlaun ÍF 2024

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Helgi Þór hlaut Hvataverðlaun ÍF 2024
0
310

Helgi Þór Gunnarsson formaður borðtennisnefndar ÍF hlýtur Hvataverðlaunin 2024. Verðlaunin voru afhent við athöfn Íþróttafólks ársins hjá ÍF 2024. Hvataverðlaun ÍF eru veitt einstaklingum, félagasamtökum, stofnun, fyrirtæki eða öðrum aðilum sem á framsækinn hátt hafa unnið í þágu íþróttastarfs fatlaðra.

Helgi Þór hefur í þrjá áratugi sinnt óeigingjörnu starfi fyrir borðtennisfólk með fatlanir. Helgi hefur gegnt stöðu landsliðsþjálfara í borðtennis, verið nefndarmaður og formaður borðtennisnefndar ÍF sem og sinnt ráðgjöf er varðar íþróttina.

Árið 2004 var Helgi Þór landsliðsþjálfari á Paralympics í Grikklandi þegar Ísland telfdi fram Jóhanni Rúnari Kristjánssyni í borðtennis.

Innlent mótahald í borðtennis á vegum ÍF hefur að öllu leyti verið í umsjón Helga Þórs og borðtennisnefndar og liggja þar þúsundir stunda að baki. Helgi hefur einnig með reglulegu millibili fylgt fremsta borðtennisfólki þjóðarinnar á stóru mótin erlendis en á síðasta ári var hann einmitt á EM með Hákoni Atla Bjarkasyni þegar hann tók þátt í sínu fyrsta Evrópumeistaramóti.

Helgi Þór býr yfir mikilli reynslu sem er starfinu ómetanleg og hefur það verið einstök gæfa Íþróttasambands fatlaðra og annarra er koma að íþróttum fatlaðra að njóta starfskrafta hans í gegnum árin.

Íþróttasamband fatlaðra þakkar Helga Þór kærlega fyrir sitt mikilvæga framlag og er hann svo sannarlega vel að þessari útnefningu kominn.

Handhafar Hvataverðlauna ÍF frá upphafi

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Róbert Ísak og Sonja íþróttafólk ársins 2024

Íþróttafólk ársins 2024 hjá Íþróttasambandi fatlaðra var útnefnt í dag á hófi Íþróttasamba…