Heim 2. tbl. 2024 Keyrir úr Borgarfirðinum í jazzballettíma hjá Danslistarskóla JSB

Keyrir úr Borgarfirðinum í jazzballettíma hjá Danslistarskóla JSB

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Keyrir úr Borgarfirðinum í jazzballettíma hjá Danslistarskóla JSB
0
900

„Þegar við fréttum af Jazzballet fyrir fatlaða þá var það aldrei spurning um að prófa segir Þorbjörg Valdís Kristjánsdóttir, móðir fatlaðrar stúlku sem hefur sótt danstíma hjá JSB.. Við búum í Borgarfirðinum og Guðlaug Esther hefur alltaf haft mjög gaman af dansi en við höfum aldrei fundið neitt sem hentar henni. Það var því eins og himnasending síðasta vetur þegar ég sá auglýst námskeið í jazzballet, fyrir fólk með fötlun.  Allir eru þarna á sínum forsendum þar sem gleðin er í forgrunni og Guðlaugu Esther finnst lítið mál að leggja það á sig að keyra til Reykjavíkur einu sinni í viku til að taka þátt. Hún hefur blómstrað í þessu námskeiði og tekið miklum framförum, það miklum að læknarnir hennar sjá greinilegan mun á líkamsstöðu hennar sem er svo frábært.“

Þátttakendur á námskeiðinu á nemendasýningu í apríl 2024

Síðastliðin vetur stunduðu þessir flottu nemendur jazzballett í Danslistarskóla JSB. Hápunktur starfsins var nemendasýningin, sem fór fram í Borgarleikhúsinu dagana 22. og 23. apríl. Þar stigu þau á svið ásamt öllum nemendum JSB og kennara sínum Lilju Helgadóttur, en hún hefur kennt hópnum í vetur með frábærum árangri. Þetta var í fyrsta sinn sem Danslistarskóli JSB bauð upp á jazzballett fyrir fólk með fötlun og má með sanni segja að einstaklega vel hafi tekist til. Danslistarskóli JSB mun bjóða upp á jazzballett fyrir fólk með fötlun og eða sérþarfir á komandi vetri og er skráning hafin hér undir I-hópar https://www.abler.io/shop/jsb/1 

Sjá nánar um starfið hér

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Magnús Orri í stóru  hlutverki á leiðtogaráðstefnu Special Olympics

Magnús Orri Arnarsson var aðalljósmyndari á leiðtogaráðstefnu Special Olympics í Evrópu se…