Róbert Ísak Jónsson fór á kostum í La Defence Arena í París í kvöld þegar hann setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 100m flugsundi S14 á Paralympics. Róbert varð áttundi inn í úrslit en átti frábært sund í úrslitum og endaði sjötti.
Þetta var því annað Íslandsmetið hjá Róberti í dag því í undanrásum setti hann nýtt Íslandsmet í 50m flugsundi á millitímanum sínum 26,45 sek. Í kvöld kom hann svo í bakkann í úrslitum sjötti og var tíminn hans 57,92 sekúndur og nýtt Íslandsmet í hús!
Frábær frammistaða hjá Hafnfirðingnum unga en það var svo hinn danski Alexander Hillhouse sem setti nýtt Paralympic met þegar hann vann gullið á tímanum 54,61 sek.
Til hamingju Róbert, til hamingju Fjörður og SH.
Myndir/ Simone Castrovillari og Laurent Bagins