Heim 1. tbl. 2024 Ingeborg og Stefanía með gull í París

Ingeborg og Stefanía með gull í París

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Ingeborg og Stefanía með gull í París
1
687

Opna franska meistaramótið í frjálsum stendur nú yfir í París en það er síðasta stórmótið í frjálsum fyrir Paralympics sem fara líka fram í París í Frakklandi í ágúst- og septembermánuði næstkomandi. Frjálsíþróttakonunar Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Stefanía Daney Guðmundsdóttir eru báðar staddar í París um þessar mundir og freista þess að vinna sér inn farseðilinn á Paralympics.

Ingeborg Eide tók sig til í gær og sigraði í kúluvarpi í flokki F37 þar sem hennar lengsta kast var 9,46 metrar. Íslandsmetið hennar í greininni er 9,83 metrar sem hún setti í Jesolo á Ítalíu fyrr á þessu ári. Þar með hefur Ingeborg kastað nokkrum sinnum yfir svokölluð „high performance“ markmiði fyrir Paralympics og þar með gert sig mjög líklega til þess að öðlast sæti í París. Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) mun fyrir júnílok tilkynna um þá aðila sem öðlast þátttökurétt í frjálsum á Paralympics. Annars glæsilegur sigur hjá Ingeborg í kúlunni í gær en í 2. sæti var hin kóreska Kim Hyeonjeong með lengsta kast upp á 8,89 metra.

Í dag keppti svo Stefanía Daney Guðmundsdóttir í langstökki þar sem hennar lengsta stökk var 4,89 metrar og það dugði henni til sigurs í flokknum og því koma þær stöllur aftur til Íslands um helgina með gullverðlaun í farteskinu. Nú er hinsvegar bara að bíða átekta og sjá hvernig úthlutun sæta fer fyrir París og hvort Island verði með í þeirri úthlutun.

Mynd/ Laurent Bagins – Ingeborg Eide fagnaði vel í gær eftir sigurinn á opna franska í kúluvarpi F37

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síða…