Heim 1. tbl. 2024 Fimm sæmd heiðursmerkjum á 50 ára afmæli ÍFR

Fimm sæmd heiðursmerkjum á 50 ára afmæli ÍFR

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Fimm sæmd heiðursmerkjum á 50 ára afmæli ÍFR
0
730

Aðalfundur Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík var haldinn á 50 ára afmælisdag félagsins þann 30. maí síðastliðinn. Við aðalfundinn afhenti Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF heiðursmerki ÍF. Eins voru fulltrúar ÍSÍ viðstaddir fundinn og afhentu heiðursmerki ÍSÍ en nánar má lesa um það hér.

Við aðalfundinn fékk ÍFR einnig afhentan glerstand með hamingjuóskum frá stjórn og starfsfólki Íþróttasambands fatlaðra. Þá upplýsti Þórður Árni formaður ÍF um það á fundinum að ÍF myndi kosta til kaupa á þremur boccia settum í keppnisgæðum að afmælisgjöf til ÍFR í tilefni 50 áranna.

Gullmerki ÍF

Gullmerki sambandsins, er úr gulli og veitist íslenskum ríkisborgara fyrir góð störf í þágu íþróttamála fatlaðra í heild, einstakra íþróttagreina eða félaga. Einnig má veita erlendum ríkisborgurum gullmerki ÍF.

Stjórn ÍF hefur ákveðið að sæma þá;

Óskar Elvar Guðjónsson

Björn Valdimarsson

Gullmerki sambandsins

Silfurmerki ÍF

Silfurmerki ÍF skal veita þeim einstaklingum, sem inna af höndum skipulags- stjórnunar eða þjónustustörf í þágu íþrótta fatlaðra, og íþróttamönnum fyrir góða og árangursríka iðkun og hafa verið öðrum til fyrirmyndar.

Stjórn ÍF hefur ákveðið að sæma þau;

Björk Birgisdóttir

Davor Hinic

Þorsteinn Guðmundsson

Silfurmerk sambandsins

Mynd/ frá vinstri: Davori Hinic, Þorsteinn Guðmundsson, Björg Birgisdóttir, Björn Valdimarsson og Óskar Elvar Guðjónsson.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ingeborg hafnaði í 9. sæti með 9,36 metra

Ingeborg Eide Garðarsdóttir hefur lokið keppni á Paralympics en hún hafnaði í kvöld í 9. s…