Heim 1. tbl. 2024 Bocciaveisla á Akureyri

Bocciaveisla á Akureyri

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Bocciaveisla á Akureyri
0
455

Nýverið fóru Íslandsmót og Hængsmót í boccia fram saman á Akureyri en tilefni fyrir þessu sameiginlega mótahaldi var sú staðreynd að í ár eru íþróttir fatlaðra á Íslandi 50 ára. Akur er annað tveggja fyrstu íþróttafélaga fatlaðra á Íslandi og mun síðar á árinu fagna 50 ára afmæli sínu. Hængsmót og Íslandsmót ÍF í sveitakeppni í boccia fara fram ár hvert og að þessu sinni var ákveðið að blása til skemmtilegrar boccia-veislu fyrir norðan af 50 ára tilefninu.

Það var Lionsklúbburinn Hængur sem hafði veg og vanda að framkvæmd mótsins en Hængur hefur um áratugaskeið haldið Hængsmót ásamt því að styðja öttullega við bakið á íþróttum fatlaðra. Þannig héldu klúbbfélagar Hængs tvö stór mót í boccia sömu helgina og keppendur mótanna gerðu sér svo glaðan dag á skemmtilegu lokahófi. Þetta var í fertugasta og fyrsta sinn sem Hængsmótið fer fram. Af Íslandsmótinu er það að frétta að Eik C hafði sigur í sveitakeppninni í 1. deild, Völsungur D sigraði 2. deild, Ösp vann titilinn í rennuflokki og í flokki BC 1-5 var það ÍFR 1 sem tók gullið og ÍFR 2 sem vann til silfurverðlauna.

Úrslit Íslandsmótsins i sveitakeppni í boccia má sjá hér

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síða…