Frjálsíþróttafólkið Stefanía Daney Guðmundsdóttir og Michel Thor Messelter settu nýverið bæði Íslandsmet á Stórmóti ÍR sem fram fór í Reykjavík. Michel Thor Messelter sem keppir í flokki T37 (hreyfihamlaðir) setti nýtt Íslandsmet í 3000m hlaupi þegar hann kom í mark á tímanum 14:35,35 mín. Michel hefur á síðustu árum verið að bæta sig umtalsvert í sínum greinum en hann keppir fyrir Ármann.
Stefanía Daney jafnaði Íslandsmet sitt í langstökki á sama móti þegar hún stökk 5,16 metra og bætti svo Íslandsmet sitt í 60m hlaupi þegar hún kom í mark á tímanum 8,46 sek. Stefanía keppir fyrir Íþróttafélagið Eik á Akureyri.
Til hamingju með Íslandsmeti Michel og Stefanía!