Heim 2. tbl. 2024 3. desember, Alþjóðlegur dagur fatlaðra

3. desember, Alþjóðlegur dagur fatlaðra

3 min read
Slökkt á athugasemdum við 3. desember, Alþjóðlegur dagur fatlaðra
0
97

Alþjóðadagur fatlaðs fólks er haldinn um heim allan þann 3. desember. Hann hefur verið haldinn 3. desember ár hvert frá því að Sameinuðu þjóðirnar stóðu fyrir alþjóðlegu ári fatlaðs fólks árið 1981. Markmið alþjóðlegs dags fatlaðra er að auka skilning á aðstæðum fólks með fötlun, baráttunni fyrir réttindum þess og fullri þátttöku í samfélaginu til jafns við aðra.

Vígorð alþjóðlegra samtaka fatlaðra er: „Ekkert um okkur, án okkar.” Eitt af helstu forgangsatriðum í málefnum fatlaðra er að efla áhrif og forystu fatlaðra, að fatlað fólk taki þátt, eigi sér fulltrúa og njóti inngildingar og geti þannig mótað líf sitt.

Verkefnið „Allir með“ er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF (Íþróttasamband fatlaðra). Verkefnið er þriggjá ára verkefni sem er liður í að ná markmiðum 30. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þar eru skýr ákvæði um viðeigandi aðlögun allra í íslensku samfélagi.

Markmið verkefnisins:

  • Að fjölga tækifærum fatlaðra til íþróttaiðkunar í samstarfi við íþrótthreyfinguna
  • Að öll börn og ungmenni eigi möguleika á því að taka þátt í íþróttum í sínu nær umhverfi í samræmi við óskir sínar og þarfir – með viðeigandi aðlögun.
  • Að allir skulu eiga kost á að öðlast reynslu af þátttöku í íþróttum og verða sér úti um leikni til að þróast í öryggi og góðum félagsskap

Verkefnið hefur hingað til gengið vel. Þáttakendur í verkefninu eru nú orðnir 12 talsins og alltaf bætist í hópinn. Þau félög sem eru farin af stað með æfingar í mismunandi íþróttagreinum fyrir börn með fatlanir eru:

  • Haukar
  • Keflavík
  • Ármann/Öspin
  • Bogfimifélagið Hrói Höttur
  • Suðri
  • Stjarnan/Öspin
  • Haukar
  • Þór/KA
  • FH
  • Ármann/Öspin
  • HK
  • Breiðablik

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Róbert Ísak í hópi topp 10 fyrir verðlaunin frammúrskarandi ungir Íslendingar 2024

JCI Iceland veita árlega verðlaunin „Framúrskarandi ungur Íslendingur“ og sem fyrr voru tí…