Special Olympics á Íslandi hefur unnið að því í marga mánuði að fá kvikmyndina CHAMPIONS sýnda á Íslandi en hún kom út 2023. Sunnudaginn 28. apríl verður myndin sýnd í Bíó Paradís, myndin er boðssýning og aðeins verður ein sýning í kvikmyndahúsi á Íslandi .
Sérstakir heiðursgestir á þessum viðburði verða iðkendur, þjálfarar og aðstandendur Special Olympics körfuboltaliðs Hauka í Hafnarfirði. Það er mjög ánægjulegt að Síminn Bíó mun kynna myndina sérstaklega og sýna hana í sjónvarpi símans í kjölfar sýningarinnar á Íslandi
Fólk er hvatt til þess að deila þessum upplýsingum og skora á aðra að horfa á myndina í Síminn Bíó en myndin er mjög áhugaverð og skemmtileg.
Efnið tengist beint verkefninu ALLIR MEÐ sem IF, UMFÍ og ÍSÍ vinna nú að í sameiningu. Þar gegna þjálfarar lykilhlutverki við að opna dyr fyrir alla í íþróttastarfi.
Kvikmyndin Champions með Woody Harrelson í aðalhlutverki segir frá þjálfara sem tekin er við ölvun við akstur og þarf að gegna samfélagsþjónustu. Hann fær það verkefni að taka að sér þjálfun Special Olympics körfuboltaliðs sem hann er alls ekki ánægður með í byrjun og ýmislegt gengur á. Myndin er gerð í samstarfi Universal og Special Olympics samtakanna. Special Olympics samtökin sem stofnuð voru 1968 af Kennedy fjölskyldunni hafa að markmiði að efla lífsgæði fólks með þroskahömlun, gegnum þátttöku í íþróttastarfi.
Samtökin eru í dag með yfir 5 milljónir skráðra iðkenda í íþróttastarfi um allan heim en vinna einnig að mennta og heilbrigðismálum. Heimsleikar Special Olympics eru fjórða hvert ár. Þar hafa yfir 600 íslenskir keppendur tekið þátt á eigin forsendum, þar sem allir fá verðlaun.
Undanfarin ár hefur verið sérstök áhersla hjá Special Olympics samtökunum á „unified sport“ þar sem fatlaðir og ófatlaðir æfa og keppa saman í íþróttum og „unified schools“ þar sem fatlaðir og ófatlaðir nemendur vinna saman að ólíkum verkefnum.
Myndin er sýnd í tengslum við komu David Evangelista framkvæmdastjóra Special Olympics í Evrópu til Íslands dagana 28 – 30 apríl. Hann mun undirrita samstarfsyfirlýsingu sem kynnt verður nánar síðar en það tengist inngildingu og „unified“ shcools verkefninu.