Heim 1. tbl. 2024 Verðlaunapeningar úr málmi Eiffel-turnsins!

Verðlaunapeningar úr málmi Eiffel-turnsins!

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Verðlaunapeningar úr málmi Eiffel-turnsins!
0
634

Paralympics fara fram í París, Frakklandi dagana 28. ágúst-8. september næstkomandi. Paralympics eru haldnir strax í kjölfarið af Ólympíuleikunum og því löng og myndarleg íþróttahátíð í vændum í borg ástarinnar.

Heimamenn í Frakklandi hafa nú kynnt Paralympic-medalíurnar til leiks en þær verða gerðar úr upprunalegu járni Eiffel-turnsins. Ekki þarf að fjölyrða um frægð Eiffel-turnsins en þessi sögufræga smíð er eitt af helstu kennitáknum Parísarborgar og nú mun hluti hennar verða undirstaðan í Paralympic-medalíunum.

Heimamemnn í Frakklandi kynntu medalíurnar til leiks í eftirfarandi myndbandi

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Sigurjón vann annað árið í röð: Ingi Björn og Ásvtaldur meistarar í rennu- og BC 1-4

Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í einliðaleik í boccia lauk seinnipartinn á sunnudag …