Heim 2. TBL. 2025 Út úr þunglyndi, kvíða og félagslegri einangrun og inn í heim kvikmyndaframleiðanda.

Út úr þunglyndi, kvíða og félagslegri einangrun og inn í heim kvikmyndaframleiðanda.

10 min read
Slökkt á athugasemdum við Út úr þunglyndi, kvíða og félagslegri einangrun og inn í heim kvikmyndaframleiðanda.
0
213

Frumsýning á heimildarmynd Magnúsar Orra Arnarsonar, Sigur fyrir sjálfmyndina var í Bíó Paradís 30. september. Myndin byggir á undirbúningi og þátttöku fimm íslenskra keppenda á vetrarheimsleikum Special Olympics á Ítalíu í mars 2025. 
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningastjóri UMFÍ og ritstjóri Skinfaxa  kom til liðs við verkefnið og aðstoðaði Magnús við efnisöflun á Ítalíu. Special Olympics á Íslandi kynnti þá sem sérstakt „unified media“ teymi en unified hugmyndafræði byggir samstarfi  fatlaðra og ófatlaðra. 
Kostnaður við verkefnið var greiddur af ÍF og Special Olympics á Íslandi en í upphafi var markmið að safna efni til kynningar á starfi Special Olympics og  glæsilegum heimsleikum sem samtökin standa fyrir. Anna Karólín Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi stýrði ferli verkefnis og umsýslu og fljótlega varð ljóst að þetta verkefni gæti orðið stærra en í upphafi var stefnt að.  Sú metnaðarfulla efnisöflun sem fór fram og  þau gæði sem lágu fyrir við úrvinnslu efnis gáfu tilefni til að fara lengra með verkefnið og kanna möguleika á sýningu í kvikmyndahúsi auk þess sem stefnt var að því að fá myndina sýnda í sjónvarpi. 


Það var því mikil ánægja hjá hópnum þegar í ljós kom að Bíó Paradís var tilbúið að sýna myndina og þar voru viðbrögð einstaklega jákvæð og hvetjandi.  Fyrir Magnús Orra sem þarna er að kynna sína fyrstu heimildarmynd, alls 42 mínútur voru viðbrögð hjá Bíó Paradís gríðarlega mikilvæg og hann fékk tækifæri til að fylgja málum eftir og upplifa einstakt frumsýningarkvöld 30. september.


Saga Magnúsar Orra er athyglisverð og sýnir hve mikilvægt er að gefa öllum tækifæri til að nýta sína styrkleika.  Hann æfði fimleika með Gerplu og var árið 2019 valinn á heimsleika Special Olympics í Abu Dhabi og Dubai 2019.  Hann hafði sýnt áhuga ljósmyndun og kvikmyndagerð og var virkjaður til samstarfs og vann að kynningarmyndbandi um keppendur þar sem strax komu í ljós hæfileikar hans á þessu sviði.  Hann fann sína fjöl, tók að sér sífellt fleiri verkefni innanlands og hefur í dag einnig komið að verkefnum fyrir Special Olympics í Evrópu.  Magnús Orri er mikil fyrirmynd, sér björtu hliðarnar, lætur ekkert stoppa sig og hefur skýr markmið. Hann segist hafa verið þunglyndur, kvíðinn og félagslega einangraður áður en hann gegnum íþróttastarfið fékk tækifæri 2019 til að láta ljós sitt skína. Hann hefur mátt þola einelti, stríðni, áreiti og vanvirðingu og hefur talað af einlægni um þá upplifun og hvaða áhrif það hefur haft. Það hefur tekið á að vera með tourette, þar sem hljóðkækir eru stundum miklir og fólk hefur stundum brugðist illa við, jafnvel  sagt honum að halda kjafti. Magnús er kominn með góðan skráp og í dag snýr hann sér oft að fólki og útskýrir að hann sé með tourette. Það sem upp úr stendur í þeim árangri sem Magnús hefur  náð er að hann nýtir hvert tækifæri sem honum býðst til að vaxa og eflast og skref fyrir skref tekst hann á við stærri og stærri verkefni. Hann hefur sýnt hve mikilvægt það er að allir nýti þau tækifæri sem þeir fá og horft sé á styrkleika hvers og eins. 


Það kom vel í ljós á frumsýningunni að Magnús á hug og hjörtu allra sem honum kynnast en þar voru m.a. lesnar upp persónulegar kveðjur frá fjölmiðla og markaðsteymi Special Olympics í Evrópu og framkvæmdastjóra alþjóðasamtaka Special Olympics.  
Til hamingju Magnús Orri með nýju heimildarmyndina þína.  

Kveðjur sem bárust

„Magnús Orri’s journey as captured in this documentary is a testament to the transformative power of Special Olympics. His courage and determination are truly inspiring, and his story beautifully illustrates the essence of what Special Olympics stands for. We are incredibly proud of Magnús and all that he has achieved. His film not only highlights his personal triumph but also serves as a beacon of hope and possibility for others. Through his journey, we can see how Special Olympics creates opportunities and inspires individuals to reach their full potential. Magnús’s story is a powerful reminder of the impact that sports and community support can have on a person’s life.“  Thank you Magnus

David S. Evangelista
President and Managing Director, Special Olympics Europe Eurasia
Senior Advisor, International Development, Special Olympics, Inc.

The Special Olympics Europe Eurasia Communications Team loves working with Magnús. He brings professionalism, talent and dedication to every project. At our Leadership Conference last year,  he was there from early morning to late evening determined to capture the best photos that truly portrayed the beautiful spirit of event and the energy of the people at it. We are looking forward to collaborating with Magnús again, as he will join the Special Olympics Europe Eurasia team as a videographer for the SOEE Sports Conference 2025 in Lanarka, Cyprus. Magnús is not only a skillful photographer and videographer, he also brings heart to his work and is a true team player. Congratulations and thank you, Magnús!
Silvia, Aoife & Hernán
Wishing you all the best for tomorrow!! 

Silvia, Manager, Communications and Marketing 
Aoife Senior Manager, Communications and Marketing 
& Hernán Senior Marketing & Communications Manager
Special Olympics Europe Euras

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

YAP Leikskólafimi 2 – 6 Fræðsluefni fyrir leikskóla

Mennta- og barnamálaráðuneytið úthlutaði í ársbyrjun 2024 fjörutíu styrkjum til nýsköpunar…