Heim 2. TBL. 2025 Þór hefur lokið keppni á Evrópumeistaramótinu í skotfimi

Þór hefur lokið keppni á Evrópumeistaramótinu í skotfimi

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Þór hefur lokið keppni á Evrópumeistaramótinu í skotfimi
69
5,690

Þór Þórhallsson lauk keppni í sinni seinni grein á Evrópumeistaramótinu í skotfimi sem fer fram í Osijek, Króatíu. Þór keppti í R5, 10 metra loftriffil í flokki SH2 og lauk keppni með samtals 623 stig, sem skilaði honum 44. sæti. Þetta var önnur grein Þórs á mótinu en hann keppti einnig í R4 á föstudag þar sem hann endaði í 22. sæti. Aðeins átta efstu í hvorri grein komust áfram í úrslit.

Þór hefur þar með lokið keppni á sínu fyrsta Evrópumeistaramóti og óskum við honum til hamingju með þátttökuna og árangurinn í Osijek.

Mynd/Þór Þórhallsson

Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Rósa Kristín vann Sjómannabikarinn 2026

Nýárssundmót Íþróttasambands fatlaðra fór fram í Laugardalalsug í gær, 3. janúar 2026. Mót…