Heim 1. tbl. 2025 Stefanía í öðru sæti á opna franska í langstökki

Stefanía í öðru sæti á opna franska í langstökki

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Stefanía í öðru sæti á opna franska í langstökki
0
573

Stefanía Daney Guðmundsdóttir frá UFA lauk í dag keppni í langstökki á opna franska frjálsíþróttamótinu sem fram fer á Stafe Charléty í París.

Stefanía keppir í flokki T20 (þroskahamlaðir) en hún stökk lengst 4,95 metra og hafnaði í 2. sæti. Stökksería Stefaníu var eftirfarandi:

4,82  –  4,88  –  4,90 –   4,88  –  4,95  –  4,88

Ungverska Luca Ekler sigraði með 5,23 metra stökki og í þriðja sæti var Olivia Breen frá Bretlandi sem stökk 4,72 metra.

Myndir/ Laurent Bagins – Stefanía á Stade Charléty í dag.

HOP2025, Meeting Handisport Paris Charléty Iceland, GUDMUNDSDOTTIR Stefania (c)Laurent_Bagnis
HOP2025, Meeting Handisport Paris Charléty Iceland, GUDMUNDSDOTTIR Stefania (c)Laurent_Bagnis
HOP2025, Meeting Handisport Paris Charléty Iceland, GUDMUNDSDOTTIR Stefania (c)Laurent_Bagnis
Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In 1. tbl. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ferðin hingað og ferðalagið framundan

Um áramót lýkur þriggja ára upphafstímabili Allir með verkefnisins, sem hefur markvisst un…