
Snævar Örn Kristmannsson stórbætti Íslandsmetið í 200m flugsundi í flokki S19 (sundfólk með einhverfugreiningar) á heimsmeistaramóti VIRTUS sem nú stendur yfir í Tælandi.
Þetta er önnur grein Snævars á mótinu, annað Íslandsmetið hans og önnur silfurverðlaunin. Ástralinn Alexander Hejaij setti heimsmet í greininni þegar hann synti á 2:12.07 mín. en Snævar varð annar á tímanum 2:18.38 mín. Fyrra Íslandsmet Snævars í greinni var 2:21.33 mín og því bætti hann metið um tæpar 3 sekúndur!
Frábær árangur í fyrstu tveimur greinunum hjá Snævari en hann syndir fyrir Breiðablik og Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík.
Mynd/ VIRTUS – Frá verðlaunaafhendingunni í 200m flugsundi.