Heim 2. TBL. 2025 Snævar stórbætti Íslandsmetið í 200m flugi og landaði öðru silfri

Snævar stórbætti Íslandsmetið í 200m flugi og landaði öðru silfri

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Snævar stórbætti Íslandsmetið í 200m flugi og landaði öðru silfri
0
406

Snævar Örn Kristmannsson stórbætti Íslandsmetið í 200m flugsundi í flokki S19 (sundfólk með einhverfugreiningar) á heimsmeistaramóti VIRTUS sem nú stendur yfir í Tælandi.

Þetta er önnur grein Snævars á mótinu, annað Íslandsmetið hans og önnur silfurverðlaunin. Ástralinn Alexander Hejaij setti heimsmet í greininni þegar hann synti á 2:12.07 mín. en Snævar varð annar á tímanum 2:18.38 mín. Fyrra Íslandsmet Snævars í greinni var 2:21.33 mín og því bætti hann metið um tæpar 3 sekúndur!

Frábær árangur í fyrstu tveimur greinunum hjá Snævari en hann syndir fyrir Breiðablik og Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík.

Mynd/ VIRTUS – Frá verðlaunaafhendingunni í 200m flugsundi.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Án sjálfboðaliða væri starfið ekki jafn blómlegt og öflugt

Ágæti lesandi Ég vil byrja þetta ávarp mitt á að hrósa Alþingi Íslands fyrir að staðfesta …