
CUBE Sundmót SH í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síðustu helgi. Fjöldi sundmanna úr röðum fatlaðra tók þátt í mótinu en þar fór Snævar Örn Kristmannsson á kostum og setti fjögur ný Íslandsmet í flokki S19 (VIRTUS flokkur íþróttafólks með einhverfu).
Öll fjögur metin setti Snævar í flugsundi en þau voru eftirfarandi:
CUBE – mót Ásvallalaug Hafnarfj. 18.-19. október
Snævar Örn Kristmannsson S19 100 fjórsund 1:06,65
Snævar Örn Kristmannsson S19 100 flugsund 1:00,37
Snævar Örn Kristmannsson S19 200 flugsund 2:15,26
Snævar Örn Kristmannsson S19 50 flugsund 0:27,40
Mynd/ Snævar Örn hefur farið mikinn á árinu 2025 og setti fjögur ný met um helgina.