Heim 2. TBL. 2025 Snævar með silfur og Íslandsmet í Tælandi

Snævar með silfur og Íslandsmet í Tælandi

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Snævar með silfur og Íslandsmet í Tælandi
0
225

Sundmaðurinn Snævar Örn Kristmannsson Breiðablik/ÍFR opnaði heimsmeistaramót VIRTUS með látum í nótt þegar hann landaði silfurverðlaunum og setti nýtt Íslandsmet í 50m flugsundi í flokki 3 hjá Virtus. Flokkur þrjú er flokkur sundmanna með einhverfugreiningar.

Fyrra met Snævars í greininni var 27,52 sekúndur sem hann setti í apríl á þessu ári en nú bætti hann um betur, landaði silfri á HM þegar hann kom í bakkann á tímanum 27,20 sek. og bætti þar fyrra metið sitt nokkuð myndarlega.

Snævar hefur ekki sungið sitt síðasta á HM í Tælandi en hann var skráður til leiks í fjórum greinum. Á meðfylgjandi mynd er Snævar með þjálfaranum sínum Peter Garajszky en þeir félagar verða önnum kafnir næstu daga. Á morgun fær Snævar vel þegna hvíld en á miðvikudag er keppni í 200m flugsundi, á fimmtudag 100m flugsund og 50m skriðsund svo á föstudag.

Til upplýsinga:
Virtus er Alþjóðasamband íþróttafólks með þroskahamlanir og er stofnaðili að Alþjóða Ólympíunefnd fatlaðra (IPC). Heimasíða VIRTUS

Mynd/ Bergrún: Snævar og Peter að lokinni verðlaunaafhendingu í 50m flugsundi fyrir flokk 3.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Þriggja áratuga samstarfi ÍF og JYSK framlengt til næstu fjögurra ára

JYSK og Íþróttasamband fatlaðra hafa nýverið framlengt samstarfi sínu til næstu fjögurra á…