Heim 1. tbl. 2025 Samstarf við Magnús Orra vegna undirbúnings heimsleika Special Olympics 2025

Samstarf við Magnús Orra vegna undirbúnings heimsleika Special Olympics 2025

5 min read
Slökkt á athugasemdum við Samstarf við Magnús Orra vegna undirbúnings heimsleika Special Olympics 2025
0
146

Það styttist í næstu heimsleika Special Olympics en það eru vetrarleikar sem haldnir verða í Torino á Ítalíu 8 – 15 mars 2025

Í tilefni þess er að hefjast samstarf við Magnús Orra Arnarson sem mun vinna kynningarefni fyrir leikana, heimsækja keppendur og þjálfara og gera kynningarmyndband eins og fyrir heimsleikana í Berlín 2023. 

Magnús Orri og Jón Aðalsteinn Bergsteinsson, kynningarfulltrúi UMFÍ munu mæta á leikana sem ,,Unified Media Team“ og fylgjast með því sem þar fer fram, taka viðtöl og safna kynningarefni.  Í tengslum við innleiðingu verkefnisins ,,ALLIR MEГ sem ÍF, UMFÍ og ÍSÍ standa að, er gríðarlega mikilvægt að vekja athygli  á þeim tækifærum sem liggja í starfi Special Olympics samtakanna og alþjóðasamstarfi þjóða um inngildingu sem Ísland á aðild að.  Nánari kynning á þeirra samstarfi og þátttöku Íslands verður sett fram þegar nær dregur leikunum. 

Special Olympics samtökin eru stærstu íþróttasamtök í heimi og standa að sumar og vetrarleikum fjórða hvert ár.    Á vetrarleikunum í Torino verða 1.500 keppendur frá 102 löndum en á sumarleikum eru keppendur um 7.000. Kennedy fjölskyldan stendur að baki samtökunum og forsvarsmaður í dag er Timothy Kennedy Shriver. 

https://www.turin2025.org/en

https://www.specialolympics.org

Fimm keppendur frá Íslandi taka þátt í skíðakeppni, listhlaupi á skautum og dansi, unified þar sem danspar er skipað fötluðum og ófötluðum keppanda. Nýtt skref er tekið með þátttöku í alpagreinum og dansi en dans er í fyrsta skipti í boði sem keppnisgrein á leikum Special Olympics. Grænlendingar taka þátt í fyrsta skipti á heimsleikum SOI og nýta kvóta Íslands á gönguskíðum. 

Á heimsleikum Special Olympics ríkir hugmyndafræði ,,ALLIR MEГ þar sem keppendur geta verið jafnt byrjendur sem lengra komnir og val á leikana er ekki miðað við árangur heldur mætingu, framfarir og góða félagslega hegðun. Það gildir þó ekki þegar farið er af stað með nýjar greinar, þá er oft leitað að keppendum til að brjóta ísinn og opna farveg að innleiðingu greinarinnar. Það er mjög ánægjulegt að fyrsta íslenska dansparið sem mætir á heimsleika SOI er frá dansfélaginu Hvönn sem lengi hefur boðið upp á dans fyrir fatlaða. 

Þátttakendur á Special Olympics leikum hafa sumir stigið þar inn á alþjóðavettvang íþróttanna í fyrsta skipti og í kjölfarið fengið tækifæri á afrekssviðinu, þegar leyndir hæfileikar koma í ljós. Aðrir hafa stigið af afrekssviðinu en fengið í kjölfarið tækifæri til að keppa á heimsleikum Special Olympics þar sem æfingaálag er allt annað. Tækifærin eru til staðar og það er mikilvægt að fólk skilji að íþróttaheimur Special Olympics er opinn fyrir alla  og Special Olympics á Íslandi er sífellt að innleiða fleiri greinar sem keppt er í heimsleikum Special Olympics.

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 1. tbl. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

NÝTT  Á ÍSLANDI, Unified Schools

Special Olympics á Íslandi hóf í haust innleiðingu á verkefninu Unified Schools sem er alþ…